Morgunn - 01.06.1925, Side 13
Hjúkrunarkonurnar voru góðlegar í framan, og sumar þeirra
virtust vera með silfurlitan geislabaug kring um liöfuðið, en
eg var þess ekki fullvís. Eg hélt, að mér kynni að missýnast.
Nú lu-eyfði eg liöndina, og- kleip mig í fótlegginn og sagði: „Er
mig að dreyma ‘ Hjúkrunarkona, sem stóð þar nærri, leit
upp, brosti og' mælti: „Nei, þig er ekki að dreyma." — „Hvar
er ég ? Er eg dáinnf1 Iiún svaraði: „Nei, þú ert ekki dáinn.“
„í Guðs nafni, hvar er eg þá?“ sagði eg. Hún svaraði: „Þú
ert kominn úr efnislíkamanum og ert nú í andlega líkamanum
í andaheiminum.“ Eg velti þessu fyrir jnér eitt augnablik og
hugsaði: „Þetta er alt partur úr draumi. Þetta eru svör í
draumi; ef eg væri dáinn, þá væri eg niðri í jörðinni, en hér
er eg í rúmi, svo að mig hlýtur að vera að dreyma.“ Eg leit
upp og sagði: „Ilvernig getið þér sannað, að mig sé ekki að
dreyma?“ ITún svaraði: „Það get eg gert mjög bráðlega. Þú
manst eftir föður þínum, sem dó nokkurum árum á undan
þér.“ Eg játti því. „E£ þú vilt bíða dálitla stund, slcal eg senda
eftir lionum.11 I sama bili var faðir minn kominn að rúmi
mínu. llann tók liönd mína í lófa sinn og fór að tala um liðna
daga á jörðunni og um hið nýja líf og liét að hjálpa mér síðar.
Það gerði liann nokkuru síðar, er eg- var lcominn til fullrar
meðvitundar og út rir spítalanum. Með því að spyrja hjúkrun-
arkonurnar og aðra, komst eg að því, að nokkurar vikur höfðu
liðið frá því er kúlan sprakk, sú er deyddi mig, þar til er eg
vaknaði upp í andaheiminum, og allan þann tíma hafði eg
verið meðvitundarlaus í þessum næðissama spítala.“
Þetta er ein af mörgum slíkum lýsingum. Sumir vakna
þegar upp alheilbrigðir. En þetta virðist vera mjög 'misjafnt
eftir ástandi manna síðast liér og ýmsum öðrum kringum-
stæðum.
Annað atriði, sem nú þykir fengin vissa um, er starf-
semin. Áður hugsuðu menn sjer eilífa lífið sem tóma hvíld
og sálmasöng. En nú erum vér um það fræddir, að þegar
eftir yfirförina og nokkura hvíld taki við ný starfsemi. En
þar sé þó starfið með öðrum hætti. Það sé engin stritvinna
lengur, því að þar þarf ekki að vinna fyrir daglegu brauði.