Morgunn - 01.06.1925, Qupperneq 14
8
M ORGtílítf
Hverjum sé valið það starf, sem lionum hentar bezt og liantt
er sérstaklega iiæfur til. Slíkt starf þroski og andann bezt.
Fyrst í stað fái iiinn nýkomni einnig mikið að ferðast, með-
an liann sé að kynnast iiinni nýju tilveru. Þar á meðal sé
honum leyft að vitja iðulega um þá, er hann varð að skilja
við á jörðunni og hann heldur áfram að elska engu síður en
áður. Þá, sem mest 'hafa rannsakað þessi efni, furðar á fáu
meira en því, hve mikið framliðnir vinir vorir virðast vita
um daglega líðan vora, ekki fyrir þá sök, að þeir sjái að
öllum jafnaði inn í vorn heim, heldur vegna þess, að þeir
komist stöðuglega að sál vorri og tali iðulega við oss, meðan
vér sofum. Oftlega sjá þeir þá atburði, sem eru í aðsigi og
oss eru enn huldir, en síðar koma fram við oss. Og með því
að þeir eru enn með sama kærleiks-hjartsláttinn og sömu um-
Jiyggju fyrir oss, þá getið þér nærri, að þá langar ekki til
neins meira en að hugga oss og gleðja, vernda oss, aðvara og
liughreysta, hvenær sem þeir geta.
Eg ætla að segja yður ofurlítið dæmi slíkrar umönnunar
úr æðra heimi. Það er af umhyggju tveggja framliðinna
barna fyrir gömlum, deyjandi föður. Eg tek það elrki úr nein-
um rannsókna- eða tilraunafundaskýrslum. Það er ekki heldur
tilbúin saga, en sannur atburður, sem kom fyrir merkan
katólskan prest í borginni Washington í Yesturheimi.
Eitt vetrarkvöld ætluði presturinn að fara að hátta, en
heyrði þá, að dyrabjöllunni var liringt í ákafa. Hann ieit út
um gluggann og sá, að drengur og stúlka stóðu á dyratröpp-
unum. „Pabbi er að deyja,“ kölluðu þau, „og hann langar
til, að þér komið til lians nú þegar; við skulum vísa yður
leið.“ Presturinn gekk niður og fór með börnunum að fátæk-
legu liúsi í óæðra liluta borgarinnar. „Ilerbergið hans pabba
er á liæsta lofti,“ sagði drengurinn; „þér munnð sjá ljós skína
gegnum skráargatið.“ Presturinn skildi við börnin þar niðri
og fálmaði sig áfram upp hrörlegan stigann. í herberginu,
sém sagt liafði verið til um, logaði á kerti, sem stungið liafði
verið ofan í flöskustút; þar lá deyjandi maður, þalc'mn fú-
tæklegum flílrum.