Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 15
Morgiínn 9
„Hver eruð þér?“ hvíslaði sjúklingurmn* Frestur sagði
til sín.
„Eg sendi ekki eftir yður,“ mælti maðurinn því næst;
„eg hafði engan að senda, eg er aleinn og eg er að deyja.“
„Það er undarlegt,“ mælti prestur, „því að tvö börn, pilt-
ur og stúlka, komu að húsi mínu og sögðu mér, að íaðir sinn
væri að deyja, og vísuðu mér því næst veg' hingað.“
„Tvö börn!“ sagði maðurinn með andköfum. „Hvernig
voru þau í hátt?“
Prestur lýsti þeim, og maðurinn tók báðum höndum
fyrir andlitið og grét. „Blessuð, elsku börnin mín,“ mælti
hann, „þau dóu fyrir tveim árum.“
Þessi atburður minnir á Emmaus-göngu lærisveinanna
tveggja. Þá kom óvæntur gestur, eins og þér munið, og slóst
í för með þeim, og þeir þektu hann ekki, fyr en hann braut
brauðið. Lausnaranum stóð ekki á sama um þá, er liann liafði
skilið eftir í hrygð. Hann var að hugsa um að liugga þá og
liughreysta. Haldið þér þá ekki, að barnið liugsi líka í æðra
heimi um foreldra sína, sem eftir eru hjer á jörð, ekki sízt
ef þau eru einstæðingar og að dauða komin. Sæll var sá prest-
ur, sem gat orðið var við svo elskulega gesti frá æðri veröld.
Iíún er eftirtektarverð þessi áminning Ifebrea-bréfsins:
„Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna liennar liafa sumir
sér óafvitandi hyst engla.“
Næstu frásöguna um iieimkomu hinumegin, sem eg ætla
að lesa yður, tek eg úr merkri enskri bók. Frásagan er frá
tilraunafundi moð mcrkan rniðil í Ástralíu. Maðurinn, sem
frá henni hefir skýrt og lét skrásetja liana, er auðmaður og
mikill rannsóknamaður og liefir gefið stórfé til að stofna
fastan kennarastól við einn af háskólum Bandaríkjanna, til
þess að þar verði stöðuglega haldið uppi kenslu í þessum
fræðum.
Sá, sem segir frá komu sinni til annars lieims, mun hér í
lífi hafa verið listamaður (listmálari cða byggingameistari).
Frásögn hans er þannig: