Morgunn - 01.06.1925, Side 21
M ORGUNN
15
komiS yfir um, munuð þér þekkja barnið ySar. En ekki sem
ungbarn, því allir vaxa upp til fulls andlegs vaxtar, geislandi
bjartir, dýrlegir í ódauðleikanum, með sálina fulla af elsku
til vðar, og eiga aldrei framar að skilja við yður.
Er ekki vert eftir þessu að lceppa 1 Það er engin fyrir-
dæming til fyrir þá, sem eru góðir, þá sem lifa lífinu, þá sem
leitast við að gera það, sem rétt er.........................
.......... Engin trúarbrögð eru æðri en sannleikurinn. Til
þess að þjóna GuSi verSum vér að þjóna mönnum. Það er
föSurnum þóknanlegt og það heldur áfram eilíflega. Vér
verSum að gerast hver annars þjónar.“
Þá tek eg síðustu og fallegustu frásöguna, sem eg ætla
að lesa yður í kvöld um heimkomu hinumegin, úr hinu fræga
riti enska prestsins G. Vale Owens, sem er útkomið í 4 bind-
um, ásamt einu viðbótarbindi. Alt nefnist ritið „Lífið hinu-
megin við liuluna.“ Sá sem fyrstur birti það heiminum, var
hinn nafnkunni blaðamaður Englendinga, Northcliffe lávarð-
ur, í einu af blöðum sínum.
Eg þekki enska prestinn persónulega, þann er ritað liefir
ósjálfrátt hina miklu lýsingu á lífinu hinumegin. Eg hefi
tvisvar beimsótt bann og fjölskyldu bans á prestsetrinu í
Orford. Eg veit, aS liann er hjartanlega einlægur lærisveinn
Jésú Krists. TTann er alsannfærður um, að alt ritið hafi gæzku-
ríkar verur úr öðrum heimi látið hann rita; og liann er fjarri
þvi að vera draumóramaÖur. TTonum finst, að fræðslan, sem
þær hafa veitt honum, liafi komið sér miklu lengra í sönnum
skilningi á kristindóminum en kirkjukenningarnar.
f kaflanum, sem eg les vður, er sagt frá óbreyttum skó-
smið, manni, sem bér í heimi mundi hafa verið talinn til smæl-
ingjanna. Ætli vér heyrum ekki flestir til þess hópsins? Það
ætti því ekki sízt að véra oss bugðnæmt að heyra, livernig
honum reiddi af. Einn úr floklti þeim, er stóð fyrir skevta-
sendingunni eða skriftinni úr öðrum heimi, segir frá:
„Skósmiður einn kom hingað yfir um fyrir mörgum ár-
um, eins og þér nefnið. TTann bafði aðeins haft í sig og á, og