Morgunn - 01.06.1925, Side 26
20
MORGUNN
1
oss voru kendar í barnalærdómskverinu. En eg leyfi mér líka
nS minna vður á, aS kirkjukenningarnar eru elcki sama og
kristindómurinn. Mörgum fávíslegum húgmyndum liefir verið
haldið fram í lcristindómsins nafni. Kirkjudeildirnar eru marg-
ar og sértrúarflolikar kristninnar enn fleiri. Allir þykjast
þeir boða kristindóm, og þó eru ýmsar kenningar þeirra hver
á móti annari.
En er nú t. d. síðasta frásagan, sem eg las yður, nokkuð
annað en frekari skýring á öðrum eins ummælum Krists og
þessum: „Þú varst. trúr yfir litlu, eg mun setja þig yfir
meira,“ —„sérhver, sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægj-
ast, en sá, sem niðurlægir sjálfan sig, mun upphafinn verða“
og — „þannig munu hinir fyrstu verða síðastir og hinir síðustu
fyrstir." Skósmiðurinn var víst ekki talinn til liinna æðri,
meðan hann var hér á jörð; — en vel getur farið svo, að lians
líkar verði háttsettum embættismönnum æðri, þegar heim kem-
ur. Skósmiðurinn sýnist bafa farið eftir þeim ummælum
Krists, að safna sér fjársjóðum á liimni. Fyrir trúmensku
skósmiðsins og manndygðir varð sál hans bjartari og bjart-
ari, og eftir því var tekið ,,heima“, „því að vér getum séð
mannheima ofan úr efri bygðunum“ — st.óð í frásögunni.
Og frásagan sú felur margt fleira í sér, sem eg þarf ekki
að benda vður á. Þér finnið það sjálfir. Meðal annars skilj-
um vér þessa áminning betur eftir að bafa heyrt þá frásögu:
„Vertu trúr alt til dauðans, þá mun eg gefa þér lífsins
kórónu.“
Og ef það tckst, hlýtur að vera tilhlöldcunarefni að
koma heim.