Morgunn - 01.06.1925, Qupperneq 30
24 MORGUNN
Merkilegur miðill.
Erindi fiutt i S. R. F. f. 26. febrúar 1925.
Maður heitir Hinrich Ohlliaver, þýzkur að ætt og á heima
í llamborg. Hann liefir ritað bók, er lieitir „Látnir lifa!“
(Die Toten leben!), og kom hún fyrst út árið 1916 og hefir
fengið geysimilda útbreiðslu. I fyrsta bindi bókar þessarrar
segir hann frá eiginni reynslu sinni af dularfullum fyrirbrigð-
um, og var miðillinn stúlka ein í Iíamborg, ungfrú Tambke,
sem varð síðar kona hans. Gerðust mikil og merkileg fyrir-
brigði í sambandi við stúlku þessa, bæði áður og eftir að
hún giftist. Fyrirbrigði þessi voru svo fjölbreytt, að óvana-
legt má telja. Ætla eg að segja hér nokkuð frá fyrirbrigðum
þessum.
Yinur Ohlhavers benti honuin á miðil þennan, sem var
ung stúlka, er bjó með föður sínum og tveimur yngri systkin-
um. Faðir liennar var skipasmiður, nokkuð við aldur, skyn-
samur maður og greinagóður. í júní 1890 liitti Ohlhaver þau
feðginin í fyrsta sinni. Yar hann í fyrstu fullur upp með
tortryggni gagnvart miðlinum og fyrirbrigðunum yfirleitt,
en varð brátt að játa, að ekkert grunsamlegt fyndist í fari
miðilsins, sem var stúlka blátt á fram og viðfeldin; tók hún
aldrei eyrisvirði fyrir fyrirhöfn sína og þótti jafnvel miður,
ef menn, eins og stundum bar við, skildu eftir peninga í
endurgjaldsskyni, er þeir fóru burt. Hún var 23 ára að aldri.
Allir voru velkomnir, sem vildu leita sannleikans um fyrir-
brigðin, og vor það auðvitað til ýmiskonar óþæginda fyrir
fjölskylduna.
Þegar Ohlhaver kom þangað í fyrsta skipti, var miðill-
inn úti á skemtigöngu, en kom bráðlega heim, og eftir að
Ohlhaver hafði talað við iiana nokkur orð, lokaði hún aug-
linum og sagði umsvifalaust við hann: „Iljá yður er all-stór
andi, með nokkuð hæruskotið vangaskegg, en hefur livorki
hökuskegg né yfirskegg. Nefið er all-stórt og beint, augun