Morgunn - 01.06.1925, Qupperneq 32
M oÉttUNK
2Ö
ir vikutíma fundust þeir aftur, og voru þá báðar ljósmynd-
irnar fengnar, en á myndinni liafði frændi mannsins ekkert
yfirskegg. En inaðurinn sagði, að móðir sín liefði veitt sér
þær upplýsingar, að á seinustu æfiárum sínum hefði liann
látið sér vaxa yfirskegg. Einnig hafði maðurinn fengið að
vita, að unga stúlkan, sem vantaði fingurinn, liefði verið
dóttir vinkonu móður lians, og var hann með mynd af lienni.
Nokkrum dögum síðar fóru þeir allir þrír til miðilsins og
höíðu með sér um þrjátíu ljósmyndir, allar af líkri stærð, og
þar á meðal þessar þrjár, sem um var rætt. Miðillinn skoðaði
myndirnar, en þeir sátu svo, að þeir sáu ekki, á hvaða mynd
hún hélt í hvert sinn. Eftir fimm mínútur rétti liún þeim
þessar þrjár umgetnu myndir og bætti við, að frændi manns-
ins væri heldur gamallegri útlits en á myndinni og að hann
bæri nú yfirskegg.
Miðillinn var ekki í sambandsástandi við skygnilýsingar
þessar, heldur fullkomlega vakandi, en hafði jafnan lokuð
augun, er hún beitti skygnigáfu sinni. Ilún þurfti líka að vilja
sjá andana, því að annars sá liún ekkert meira, en aðrir menn.
Hún sá betur í dimmu en birtu. Höfuðið sá hún jafnan
greinilegast, einltum augun, en líkaminn var ógreinilegri og
virtist hjúpaður í þunnar, ljósar slæður. —
Högg heyrðust oftlega í návist ungfrú Tamblce. Skal eg
skýra hér frá því, er Ohlhaver heyrði þau í fyrsta skipti..
Hann sat einn aftan um sólarlag heima hjá Tambke-fjölskyld-
unni og var að tala við föður miðilsins. Voru þeir að reykja
vindla, og ungfrú Tambke sat hinum megin við borðið á móti
Ohlhaver. Var þá oft barið í borðið af ósýnilegu afli, stund-
um einstök högg, stundum mörg í rennu. Ohlhaver bað nú
leyfis að mega spyrja þetta afl, sem höggunum réði. Bað
hann fyrst um, að barin yrðu sjö högg, og var það gert.
Síðan var barið oft samkvæmt ósk Jians. Nú bað liann um, að
högg kæmi í saumaborðinu, sem hann setti í nánd við mi'ö-
ilinn, en þó svo, að hún gat hvergi snert það, enda var það
og allt greinilega sjáanlegt. Sat Ohlhaver sjálfur um metra
frá borðinu og athugaði það mjög nákvæmlega. Nú sagði fað-