Morgunn


Morgunn - 01.06.1925, Side 36

Morgunn - 01.06.1925, Side 36
MORGTJNN ðO ásamt hr. Ohlhaver í heimsókn hjá Wilhelm Cordes, búanda einum í Wilhelmsburg, og þar eð veðrið var frábærlega gott, gengu þau um í garðinum sér til skemmtunar. Herra Cordes langaði til að bjóða miðlinum plómur, þar eð hann vissi, að henni þótti sá ávöxtur góður. En hann gat ekki fundið neinar plómur, því að uppskeran var um garð gengin. Þó voru enn nokkrar plómur hátt upp í einu plómutré, en þær var ekki unnt að ná í, því að tréð stóð við breitt siki og óx ckki beint upp í loftið, heldur á ská út yfir vatnið. Það var því heldur ekki unnt að ná plómunum með stiga, og þessvegna höfðu þær verið skildar eftir. Að vísu voru þær nú orðnar alþroskaðar, og auð- velt hefði verið að hrista þær niður, en þá mundu þær hafa dottið í vatnið. Meðan herra Cordes var að hugsa um ráð til að ná í plómurnar, sagði ungfrú Tambke hlæjandi, að hún hefði ein- mitt nú fyrir dullieyrn heyrt látinn frænda sinn segja, að hann ætlaði að ná í plómurnar handa henni. Ungfrú Tambke hélt upp .svuntu sinni, og eftir augnablik lá plóma í svuntuhorninu, svo önnur og þannig áfram, unz nokkuð marg- ar plómur voru komnar þar. En jafnóðum og plómurnar komu í svuntuna, hurfu þær af trénu, og voru allar farnar þaðan að lokum. Og ungfrú Tambke stóð, sem sagt, ekki beint undir plómunum á trénu, heldur nokkuð til hliðar við þær, sökum síkisins. Þessi flutningur gerðist um hábjartan dag í glaða- sólskini, og á horfðu herra Ohlhaver og herra Cordes. — Einatt voru á þennan hátt sótt meðul handa veiku fólki. Ef einhver af fundarmönnum var veikur eða lasinn, var hon- um oft og einatt sagt af vörum sofandi miðilsins, hvað að honum gengi og hvað við því væri að gera. Oft var sjúklingn- um þá heitið meðulum, sem „andarnir" myndu sækja. pessi meðul voru ekki sótt í lyf jabúðirnar, heldur voru efnin í þeim mestmegnis blómaduft, að sögn „andanna," en stundum líka annarrar tegundar. Þessi meðalaflutningur var auðsjáanlega örðugleikum hundinn, því að aldrei var nnnt að segja til um, livenær meðalið myndi koma. Einn dag var Ohlhaver í heimsókn hjá Tambke, og var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.