Morgunn - 01.06.1925, Side 36
MORGTJNN
ðO
ásamt hr. Ohlhaver í heimsókn hjá Wilhelm Cordes, búanda
einum í Wilhelmsburg, og þar eð veðrið var frábærlega gott,
gengu þau um í garðinum sér til skemmtunar. Herra Cordes
langaði til að bjóða miðlinum plómur, þar eð hann vissi, að
henni þótti sá ávöxtur góður. En hann gat ekki fundið neinar
plómur, því að uppskeran var um garð gengin. Þó voru enn
nokkrar plómur hátt upp í einu plómutré, en þær var ekki unnt
að ná í, því að tréð stóð við breitt siki og óx ckki beint upp í
loftið, heldur á ská út yfir vatnið. Það var því heldur ekki
unnt að ná plómunum með stiga, og þessvegna höfðu þær verið
skildar eftir. Að vísu voru þær nú orðnar alþroskaðar, og auð-
velt hefði verið að hrista þær niður, en þá mundu þær hafa
dottið í vatnið.
Meðan herra Cordes var að hugsa um ráð til að ná í
plómurnar, sagði ungfrú Tambke hlæjandi, að hún hefði ein-
mitt nú fyrir dullieyrn heyrt látinn frænda sinn segja,
að hann ætlaði að ná í plómurnar handa henni. Ungfrú
Tambke hélt upp .svuntu sinni, og eftir augnablik lá plóma í
svuntuhorninu, svo önnur og þannig áfram, unz nokkuð marg-
ar plómur voru komnar þar. En jafnóðum og plómurnar komu
í svuntuna, hurfu þær af trénu, og voru allar farnar þaðan að
lokum. Og ungfrú Tambke stóð, sem sagt, ekki beint undir
plómunum á trénu, heldur nokkuð til hliðar við þær, sökum
síkisins. Þessi flutningur gerðist um hábjartan dag í glaða-
sólskini, og á horfðu herra Ohlhaver og herra Cordes. —
Einatt voru á þennan hátt sótt meðul handa veiku fólki.
Ef einhver af fundarmönnum var veikur eða lasinn, var hon-
um oft og einatt sagt af vörum sofandi miðilsins, hvað að
honum gengi og hvað við því væri að gera. Oft var sjúklingn-
um þá heitið meðulum, sem „andarnir" myndu sækja. pessi
meðul voru ekki sótt í lyf jabúðirnar, heldur voru efnin í þeim
mestmegnis blómaduft, að sögn „andanna," en stundum líka
annarrar tegundar. Þessi meðalaflutningur var auðsjáanlega
örðugleikum hundinn, því að aldrei var nnnt að segja til um,
livenær meðalið myndi koma.
Einn dag var Ohlhaver í heimsókn hjá Tambke, og var