Morgunn - 01.06.1925, Side 38
32
MORGUNN
I-Tann tók sex glös, fyllti l>au vatni og hélt síðan fingur-
gómum liœgri handar yfir einu glasinu í 20 mínútur, öðru í
15 mínútur, þriðja í 10 minútur og því fjórða í 5 mínútur.
Þau tvö, sem eftir voru, átti liann ekki við. Ungfrú Tambke
var ekki viðstödd, er hann gerði þetta, en kom síðan. Þá
spurði hann ungfrúna, hvort hún gæti sagt sér, í livaða glös-
um vatnið væri ,,magnetiserað.“ Það gat hún ekki, en hætti
við, að hún gæti séð það i myrkri. Um kvöldið endúrtók hann
tilraunina og slökkti síðan ljósið. Nú sá ungfrú Tambke dauf-
an hjarma yfir einu glasinu, dálítið sterkari bjarma yfir öðru,
enn meiri yfir því þriðja og mestan yfir því fjórða, en tvö
glös voru dimm að sjá. A hverju glasi var númer, en glösin
stóðu ekki í röð eða Ohlhaver hafði ekki tekið eftir röðinni
og gat ekki athugað í myrkrinu. Hann l)að því ungfrúna að
raða glösunum eftir styrkleik bjarmans og taka fyrst dimmu
glösin. Hún gerði svo, og þegar kveikt var, kom í Ijós, að hún
hafði sott glösin í þessa röð : Nr. 2, 5, 3, 1, G, 4. Þetta stóð
heima, því að við nr. 2 og 5 hafði Ohlhaver ekki átt, en nr. 3
hafði hann haldið fingrunum yfir í fimm mínútur, nr. 1 í
tíu mínútur, nr. 6 í fimmtán mínútur og nr. 4 í tuttugu mín-
útur. — Gagnslaust er að deila um, hvort þetta „lífsegul-
magn“ sé frekar afl eða efni; vér þekkjum livorugt án annars.
— Líkar tilraunir gerði Ohlhaver hvað eftir annað. Enn frem-
ur gerði hann tilraunir með að leggja hcndur yfir jurtir, með
þeim árangri, að jurtimar uxu óvanaléga fljótt og milcið, eða
urðu fallegri og skrautlegri.
„Andarnir“ gátu líka látið jurtir vaxa með undraverðum
hraða. Á fundi einum með ungfrú Tamhke var fundarmönn-
um sagt að ná í jurtapott með mold í, því að „andarnir“ ætl-
uðu að reyna að láta blóm vaxa. Tamhke sótti jurtapottinn,
og var hann fyltur úti með mold úr garðinum og síðan settur
á borðið. Þá var ljósið, sem kveikt liafði verið á meðan, slökkt
aftur og fundinum haldið áfram. Eftir stutta stund var sagt
af vörum miðilsins, sem var í dái, að nú mætt.i kveikja sem
snöggvast. Það var gert. Jurtapotturinn stóð á sama stað, en
cngin jurt vnr sjáanleg. Nn vnr nftur slökkt. Eftir hér um bil