Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 53
MORGUNN
47
Um fjarlægðirnar í himingeimnum getum vér ekki gert
oss neina glögga hugmynd, en hlutföllin má sjá af því,
livað ljósið er lengi á leiðinni hvern spölinn. Frá tunglinu
til jarðarinnar er ljósið að eins rúma sekúndu á leiðinni, frá
sólinni er það um 8 mínútur. Frá næstu fastastjörnu fyrir
utan sólkerfi vort er ljósið 3^ ár á leiðinni; frá Síríus, björt-
ustu stjörnunni á suðurliimninum, er það rúm 20 ár og frá
yztu stjörnunum í vetrarbrautinni ætla menn að ljósið þurfi
þvísundir ára til að ná til jarðarinnar.
Einstein, sem nú er frægastur allra eðlisfræðinga, kveðst
hafa fundið aðferð til að reikna út stærð allieimsins, og sam-
kvæmt því á hann að vera það stór, að ljósið er um 100
miljónir ára að fara þvermálslínu lians frá enda til enda. „En
það geta verið til fleiri alheimar en þessi“ — bætir liann við.
Borinn saman við þessa víðáttu verður skynheimur
vor eklci stór. En nú skulum við athuga víðáttuna inn á við
og reyna að skygnast inn í heim smæðarinnar. Þangað hafa
nfittúruvísindin einnig teygt athuganir sínar og útreikninga
og tekist að ákveða ekki einungis fjölda frumeinda (atóma)
í ákveðnu rúmmáli, heldur geta þau einnig farið nærri um
stau-ð þeirra. Menn álíta, að vatnsefnisfrumeindin sé einnig
frumeining allra annara frumefna. Þvennál þessa atóms er
hér um bil einn 5 miljónasti liluti úr millimeter. Ef við nú
stækkum þennan millimeter upp í 5 kílómetra eða hálfa meter-
mílu, þá er atómið með jafn mikilli stækkun að eins komið
upp í einn millimeter. Þetta skyldu menn nú ætla, að væri
sú minsta ögn, sem vísindin hafa getað gert sér nokkra hug-
mynd um. En það er langt frá því. Þetta atóm er sem sje
ekki ein ögn, heldur tveir linettir lilaðnir feiknalega sterkum
krafti, og snýst annar í kring um liinn með liraða sem sagður
er að vera 1 biljón snúningar á sekúndu. Ilnötturinn, sem í
kring snýst, er kallaður „elektróna", en sá í miðjunni heit-
ir „kjarninn". f samanburði við stærð þessara hnatta eða
kraftpunkta er fjarlægðin milli þeirra afar-mikil. Ef hring-
braut elektrónunnar er stækkuð svo í liuganum, að liún verði
ems og ummál jarðarlinattarins, þá er elektrónan þó ekki