Morgunn - 01.06.1925, Síða 56
50
MORGUNN
livarflar ekki til, þá styttir hún tímann. En ef skemtunin
er mjög tilbreytileg, svo að athyglin þarf að halda sér vak-
andi til að fylgjast með, þá lengist tíminn. Tilbreytingaríkir
dagar t. d. á ferðalagi finnast vera langir, þótt þeir séu um
leið skemtilegir.
Ef ganga má út frá því, að skepnur beri skyn á tím-
ann, sem þœr sjálfsagt gera á sinn hátt, þá mun dagurinn
vera þeim ærið mislangur. Lengstur verður hann væntanlega
litlum, fjörugum dýrum, svo sem smáfuglum og flugum. Sjálf-
sagt finst dægurflugunni, að liún hafa lifað langa og inni-
haldsríka æfi, er liún sálast eftir einn sælan sólskinsdag.
Sumar flugur gera vængjasveiflur svo liundruðum skift-
ir á sekúndu. Ef ganga mætti út frá, að liinn innri tími þeirra
rynni að sama skapi hraðar en t. d. hjá fuglum, sem taka
2—3 vængjatök á sama tíma, þá yrði tilveran nokkuð ólík í
augum beggja.
Betra er þó að liugsa sér veru gædda mannlegu skyni
þannig gerða, að hún gæti flýtt klukku sálar sinnar og seink-
að eftir vild. Væri lienni nú t. d. flýtt 1000 sinnum, þá
mundi hugurinn vera fær um að gera 1000 athuganir á sama
tíma og hann gerir eina undir venjulegum kringumstæðuin,
og ytri tíminn mundi þá virðast líða 1000 sinnum lengur.
Þá sæi maður byssulcúlu líða hægt í loftinu að marlci sínu.
Ár og lækir sýndust standa grafkyr eða elvki lireyfast hrað-
ara en skriðjöklar. Sama yrði um menn og dýr, alt sýndist
standa steindautt í ýmiskonar stellingum og fyrst á löngum
tíma sæist nokkur breyting. Ekkert hljóð lieyrðist, því að
athyglin sjálf sveiflaðist hraðara en tónbylgjurnar. — Alveg
öfugt yrði uppi á. teningnum, ef lífsrásinni væri seinkað þús-
und sinnum. Þá vissi maður alls ekki af sér, nema þegar at-
liyglin gripi inn með löngu millibili, og ef þessi vökuaugna-
blik rynnu saman í vitundinni á sama hátt og þau gera fyr-
ir oss í daglega lífinu, þá leiddi þar af, að alt í kring sýnd-
ist hreyfast með feikna hraða og margt verða beint ósýni-
legt af þeim ástæðum. Grasið sæist gróa upp og jurtirnar
sýndust bráðlifandi og gera af sjálfsdáðum ýmsar tiltölulega