Morgunn - 01.06.1925, Síða 57
kORGUNN
51
snöggar lireyfingar. Sólin liði yfir himininn um jafndægur,
á tíma sem svarar til % úr mínútu og kæmi upp aftur eftir
jafnlangan tíma, mælt á hinn innri mælikvarða athugand-
ans, en sjálfur mundi hann fyrir menskum mönnum líta út
eins og liann væri steindauður og yrði sennilega tekinn og
jarðaður á fáum seltúndum án þess að hann gæti hreyft hönd
eða fót nægilega fljótt til að sýna lífsmark.
Af þessu sést, að tíminn getur verið sæmilega breyti-
legt hugtak ekki síður en rúmið, og að einnig hann getur
fullkomlega hjálpað til að skifta tilverunni í mismunandi lög',
þar sem sérstök skynfæri þarf til að greina hvert.
Þótt það sé nú fyrst á síðustu tímum, og einkum eftir
að afstæðiskenning Einsteins kom fram, að menn eru farnir
að gefa gaum hinum mismunandi afstöðum og mælikvörðum,
sem reikna má með við rannsókn náttúrunnar, þá liefir rnenn
samt lengi grunað, að til væri tilveruform, sem ekki væri
bundið við rúm- og tímahugmyndir vor mannanna. Spek-
ingurinn Kant kallaði tímann og rúmið að eins form, er vér
steyptum í skynjanir vorar og athuganir, og ekki hefðu þessi
form neina sjálfstæða tilveru þar fyrir utan. Gritðshugmynd-
ina hafa trúarhöfundarnir skapað ólúiða rúmi og tíma, sem
og liugmyndina um alla liina andlegu tilveru yfirleitt. En
þetta er að eins neikvæð lausn á málinu. Ilin verulega lausn
kemur fyrst, þegar menn liafa fundið hinn sameiginlega mæli
fyrir hið líkamlega og andlega form, og sá mælikvarði ligg-
ur sjálfsagt að miklu leyti í endurbættum liugmyndum um
tíma og rúm.
Ilalldór Jónasson.
r