Morgunn - 01.06.1925, Side 58
52
M ORGUNN
Fyrirbrigða-bálkur.
i.
Eldsvoðlnn á Eiðum.
A. Bréf skólastjóra, síra Ásmundar Guðmundssonar.
Biðnm, 26. okt. 1924.
Háttvirti, kæri prófessor!
Mér kemur í hng, að yður langi til að frétta nánar um
það, sem gerðist hér í sambancli við elclsvoðann 5. okt. og
Reykjavíkur-blöð munu hafa skýrt frá. Sendi eg yður því
skýrslu stúlkunnar, sem dreymdi drauminn og sá sýnina, og
er yður velkomið að fara með liana eins og yður lízt. Stulka,
þessi er mjög vönduð og sannorð. Þá læt eg fylgja vitnisburð
Dagbjartar Guðjónsdóttur, er hún sagði fyrstri frá draum
sínum og sýn, enn fremur umsögn ráðsmanns míns, Páls Iler-
mannssonar, og mína, en við hlustuðum ásamt öðrum heim-
ilismönnum á frásögn Guðrúnar að eldinum slöktum Því
miður tók eg ekki þessar skýrslur þegar í stað, sökum ann-
ríkis á heimilinu f.yrir skólasetninguna, en við hlýddum á
svo mörg, að trygging er fyrir því, að rétt sé með farið í
öllu því, er máli skiftir, þó ekki sé fært í letur fyr en þetta.
Eg skrifaði atburðinn þegar í dagbók mína og legg með ná-
kvæmt afrit.
Þess má geta, að Guðrún er eldhrædd. Ilenni þótti tekið
fast um handlegg sér í draumnum og hún finna þar til, er
hún vaknaði. Um það mætti útvega viðbótarskýrslu, ef yður
þætti máli skifta.
Þessi atburður er svo eftirtektarverður, að tryggja verð-
ur, að frásögnin um hann sé svo rétt, og nákvæm sem auðið
er, hvern dóm sem menn að öðru leyti kunna að ieggja á hann.
M 1 » * • í .......
Yðar
Asmundur GutSmundsson,