Morgunn - 01.06.1925, Side 62
toofeGtJNtt
5G
við enga lijálp aðra en að biðja guð að vera lijá okkur. Þessii
trúði eg fastlega; eg signdi niig, las bænirnar mínar, þær
beztu, sem eg kunni. Litlu síðar sofnaði eg.
Um morguninn, þegar eg vaknaði, sagði eg við ömmu:
„Mikið svafstu nú fast í nótt.“
„Iívað er þetta, barn,“ sagði 'hún dálítið undrandi,
„varstu að vekja mig?“
líg játaði því og sagði henni frá öllu, eins og var.
„Vertu ekki að þessari vitleysu,“ sagði liún; „hvað ætli
þú hafir séð; þig hefir bara dreymt þetta/ ‘
Eg neitaði og sagöist ekki sjá liana betur en eg liefði
séð manninn.
„Geturðu þá lýst honum fyrir mér?“ sagði hún.
Nú kom mér að góðum notum forvitnin, þegar eg um
nóttina kíkti á hann undan sænginni. Eg sagði henni, að
maðurinn hefði verið hár og grannur, með dökkleitt liár,
dökkar brýr og skegg, fölleitur, heldur kringluleitur í and-
liti, laglegur, stillilegur og góðlegur á svip; hann hefði verið
á dökkum fötum með liatt á liöfði.
Þegar eg var búin að segja henni þetta, inælti hún: „Eg
lield þú hefðir ekki þurft að verða hrædd. Þetta liefir ekki
verið annað en svipur Ilalldórs sál. sonar míns; hann hefir
ekki ætlað að gera þér mein; þeir koma hér líklega í dag
Búðarbræður.“ En það voru synir lians, því Halldór sál.
hafði búið í Búð í Hnífsdal.
Um hádegisbilið þennan sama dag komu þeir Páll og
Össur, synir Halldórs sál. Pálssonar.
llalldór Pálsson, sem var móðurbróðir minn, druknaði
11. febr. 1882, en eg fæddist 5. júní 1881. Af því er sjáanlegt,
að mér var ómögulegt að lýsa manninum svo, að amma gæti
þekt iiann, þar sem eg var að eins 8 mánaða gömul, þegar
hann dó.
ísafirði, 21. júlí 1924.
Elín Sigr. Halldórsdóttir.