Morgunn - 01.06.1925, Síða 65
MOÍIGUIÍÍÍ Eö
én Íiélt sér öllu meira að mér en öðrum og kom venjulegast á
hverju lcvöldi inn til mín og talaði við mig.
Aldrei liefir mig dreymt hann nema þetta eina sinn.
Þegar þetta gerðist var eg á 19. árinu.
Það skal enn fremur tekið fram, að svo langt var heim til
mín frá bryggjunum, að ekki liefði kall í lionum getað heyrst
með venjulegum liætti.
B. liarni bjargað.
Hinn 1. dag júlímánaðar 1919 var eg staddur á svonefndu
Inntúni og var þar að hirða hey. Yantar þá vagn til að aka
á heim heyinu. En eg átti sjálfur vagn til þessara nota, og
átti hann að vera þarna inn frá, en fanst ekki. Fór eg þá að
liugsa um, hvar hann mundi vera. Þá er sem hvíslað sé að mér,
að liann sé austur á bæjarbryggju. Illeyp eg þangað snögg-
klæddur. Er þá svo ástatt þar, að lítill drengur, eitthvað 6
ára að aldri, er dottinn í sjóinn út af bryggjunni, og enginn
þar nærstaddur, nema oinn roskinn maður, Sigurhans Olafs-
son að nafni. Drengurinn var að sökkva; varpaði eg mér því
jafnskjótt í sjóinn og náði lionum á sundi. Þegar eg liafði
bjargað drengnum og komið honum upp á bryggjuna, byrjaði
liann fyrst að skæla, og kvartaði undan því, að hann liefði
mist skóinn sinu. Kafaði eg þá aftur eftir skónum. En er
drengurinn hafði fengið skóinn, lét liann huggast.
Nú fór eg að svipast eftir vagnintun á bryggjunni, en
hann var þar ekki, enda var ekki við því að búast, því að hann
var alls ekki vanur að vera þar. Sá eg því eftir á, að undar-
legt var, að mér skyldi hafa komið til liugar, að leita lians þar.
Eg gekk aftur inn á tún, án þess að fara úr votu, og sé
mér þá til mikillar undrunar, að vagninn, sem eg var að leita
að, stendur rétt austan við túnhliðið.
Að prófessor Haraldur Níelsson, sem hér er staddur þessa