Morgunn - 01.06.1925, Qupperneq 66
MÖRGUtfií
í)Ö
dagana, liafi skráð þetta orðrétt eftir minni fyrirsögn, votta
eg með undirslcrift minni.
Vestmannaeyjum, 30. sept. 1924.
Á. J. Johnsen.
Vitundarvottar:
Árni Filippusson.
Sigf. M. Jolinsen.
IV.
Tveir draumar af Norðfiröi.
A. Andlátstilkynning.
Iíinn 19. júní 1924 sótti mig svefn, er eg liafði neytt mið-
degisverðar. Eg lagðist því fyrir upp í legubelck í dagstofu
minni og leit í nýlega meðtekið blað af Islendingi (Alcureyri,
9. maí). Eg hafði varla lesið hálfan dállc, er mér livarf minni.
Mig tólc strax að dreyma, og um leið og draumurinn bvrjaði,
gagntólc mig einliverslconar sælukend, sem eg fæ elcki með
orðum lýst. Annars dreymir mig, að stofan, sem eg var í, sé
orðin full af sólslcini eða einhverslconar ljóma. Eg gladdist,
með fram af því að undanfania daga og um morguninn hafði
verið þungbúið veður. Ennfremur sá eg undurfalleg blóm
hvarvetna um stofuna, og í blómslcrúðinu og birtunni sá eg
greinilega gamla viniconu mína, Friðriku Guðmundsdóttur
frá Meyjarhóli á Svalbarðsströnd. Mér virtist liún sitja. Ilún
var alvarleg á svipinn, eins og hún var jafnaðarlega. En þó
sá eg, að henni leið mjög vel, og að hún var mjög ánægð,
enda gat tæpast annað veríð í slxku umhverfi. Að andlitssvip-
ur hennar lýsti bæði alvöru og jafnframt þýðri glaðværð í
einu lcoin mér elclcert ólcunnuglega fyrir. Það hafði eg svo oft
séð sem bai-n, þcgar eg var á Meyjarhóli. Ekkert orð talaði
hún og elclci hreyfði hún sig neitt teljandi. Eg man sérstalc-
lega eftir ijómanum, sem stafaði af ásjónu hennar. Mun eg
þess lengi minnast. Og altaf fanst mér þirtan verða dýrðlegri
og sælukendin sterlcari, unz eg hrölclc upp af blundinum. Og