Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 70
64
M ORGUNN
B. Fyrir síldar-afla.
Mánudagsmorguninn 20. júlí 1924 um G-levtið, dreymdi
mig svohljóðandi draum:
Mér þykir eg vera að búa mig í ferð héðan að heiman.
Begar eg er tilbúinn, virðist mér sem mér væri lyft til flugs,
og veit eg ekkert fyr til, en eg sé yfir sjóinn einhversstaðar
við Norðurland úr háa lofti. Eg kem strax auga á eitt mjög
hlaðið mótorskip og innan stundar kemst eg þangað og um
borð. Eg vissi þá um leið, að það var m/s Gerpir. Á þiljum
sá eg marga af skipverjum ásamt skipstjóra, en tal átti eg
aðeins við 4 skipverja, er stóðu framan við fremra mastrið.
Yoru það þeir Jóhann Jónsson frá Tröllanesi í Norðfirði,
Ármann Magnússon, Sjónarhól, s. st., Steinólfur Benediktsson
frá Borgarfirði, N.-Múlasýslu, og Sigurður Haralz úr Reykja-
vík. Eg spyr þá, er við höfðum heilsast, liverju það sæti, að
skipið sé svo drekkhlaðið, hvox-t það sé nú orðið svona lekt
rétt einu sinni. Þeir halda, að það sé nú öðru nær. Um leið
bendir Sig. Haralz mér aftur eftir skipinu, tekur út úr sér
reykjarpípuna og segir glettnislega: „Sjáðu, þarna liggur
bevísið“. Eg lít við, og sé þá fat eða stóran disk þar dálítið
aftar, og á fatinu voru 6—8 kleinur. Eg hefi orð á því, að
þeir muni ekki illa lialdnir. Þá segir Sigurður hlæjandi: ,,ViS
eruni elcki lengur á neinni hundavakt.“ — Eg skildi strax,
við hvað hann átti. Það miðaðist við atburð, sem gerðist um
borð í s/s Goðafoss, þegar skipverjar á Gerpi voru að fara til
skips og eg að fara í öðrum erindum til Akureyrar.
Mig greip hlátur. Iíver myndin anuari skrítnari bar
fyrir mig úr þeirri ferð. Og cg hló svo hátt, að eg losaði
svefninn. En í svefnrofunum heyrði eg strákana alt af kalla:
„ÞaS er síld. Þafi er síld.“
Við það hrökk eg upp.
Norðfii’ði, 20. júlí 1924.
Vald. V, Snœvarr,