Morgunn - 01.06.1925, Side 72
MORGÚNH
06
kennilegt, að svo fátt fólk skyldi vera í kirkju, og er að iiugsa
um, hvernig á því nmni standa; lít upp í stólinn til manns-
ins míns, og sé, að hann er mjög rólegur. I sama bili er kirkju-
iiurðinni hrundið upp harkalega og inn kemur eitthvað af
læknunum liér í bænum. Þeir bera á milli sín mestu kynstur
af innýflum og líkamshlutum af dauðum mönnum, sem þeir
dreifa um auðu.sadin í kirkjunni. Mér brá svo illa við, að eg
vaknaði. Þótti mér draumurinn svo ljótur, að eg þorði eng-
um að segja liann; gat mér þó ekki hugsast, livað liann mundi
þýða; en það, sem eftir var vikunnar, var þessi hugsun sí og
æ að koma fram í liuga mínuin: ,,Hvað ætli komi fyrir á
sunnudaginn kemur f ‘
Næsta sunnudag var eg dálítið lasin og klæddi mig ekki.
Maðurinn minn átti að prédika og var allur með hugann við
ræðu sína. Það var megn óhugur í mér og eg barðist alt af við
J)á hugsun, að eitthvað ægilegt mundi koma fyrir um daginn.
Eittlivað um kl. 3 kemur maðurinn minn inn til mín og segir:
,,Eg lield bara, að það komi enginn maður í kirkju; það er
lcomið svo afskaplegt veður.“ Mér brá, en um leið finst mér
cg skilja þýðingu draumsins. Eg segi honum, að eittbvað muni
koma af fólki, kirkjan muni verða svo sem hálf. Segi eg hon-
um þá drauminn og tek það fram, að síðari hluti draumsins
muni verða fyrir mannsköðum, sem verði af þessu veðri, því
að læknarnir muni í þessu sambandi tákna dauðann. Þess skal
getið, að það stóð heima, að kirkjan var rúmlega hálf af
fólki þennan dag, og það sat, eins og mig hafði dreymt, fleira
annars vegar í kirkjunni, þeim megin, sem prédikunarstóll-
inn er ekki.
Reykjavík, 1. maí 1925.
Aö'albjörg Sigurff.ardóttir.
Eg undirritaður votta, að konan mín sagði mér ofan-
skráðan draum, er eg kom inn í svefnherbergið þennan sunnu-
dag (8. febr.), að því er mig minnir milli kl. 3 og 4 e. h. Mér
var þá farið að olhjóða veðrið. Eg sagði við liana eitthvað