Morgunn - 01.06.1925, Page 79
M ORGUNN
73
Um Einer Nielsen.
i.
Gjörðir S. R. F. f. dætndar erlendis.
Þess var getið í síðasta liefti „Morguns“ (V. ár, bls. 206—
207), að skýrsla Einars H. Kvaran um tilraunimar í S. li. F. í.
með Einer Nielsen lieffSi birzt í danska blaðinu „Hjemmet",
sem er gefið út bæði á dönsku og norsku og befir 355,000
kaupendur samtals í báðum löndunum. í víðgengara 1)laði gat
lnin naumast komið á Norðurlöndum. Ilún hefir vakið bina
mestu eftirtekt. Vinir þessarra rannsókna hafa stórfagnað
honni, og mér er um J)að kunnugt, að fjöldi manna um Norð-
urlönd t.elur Einer Nielsen liafa fengið fulla ujipreisn og að
með rannsóknum vorum sé vitnisburði og áfellisdómi Krist-
janíu-mannanna Imekt. Að vísu hiifðu fáeinir ágætir vísinda-
menn áður andmælt ályktunum Kristjaníumananna (svo
sem þoir Fritz Grunewald verlcfræðingur í Berlín, Chr. Wintor
prófessor í Kaupmannaliöfn, Eric Dingwall, aðalrannsóknar-
maður Enska sálarrannsóknafélagsins og Pascal Forthuny í
París), en mótmæli þoirra urðu létt á metunum, þar til er
unt var að sýna með nýjum tilraunum, J)ar sem nákvæmu
cft.irliti var beitt og girt var fyrir, að nokkur brögð gætu
vorið í tafli, að fyrirbrigði gerðust og að Einer Niolsen ]>ví
væri sannur miðill. Það var þotta, sem S. R. F. í. réðst í, og
þrátt fyrir ýmsa örðugleika heppnaðist þessi tilraun félags-
ins. Og hún hefir vakið meiri athygli á Islandi víða út um
heim en flest, sem liór gerist. Ýms tímarit cða blöð hafa ann-
aðhvort þýtt skýrslu Einars H. Kvaran eða sagt frá megin-
efni hennar. Skal hér getið hinna holztu.
Þýzka mánaðarritið Psychische Studien flutti í ágúst-
liefti sínu síðastliðið ár (í 8. hefti 51. árgangs) nákvæma þýð-
ing af skýrslunni. Var þýðingin eftir Fritz Grunewald, hinn
nafnkunna sálarrannsóknamann í Berlín, Tímarit. þetta. sem