Morgunn - 01.06.1925, Side 85
M 0 ií G V N K
79
í Reykjavík. Sömuleiðis ritaSi Sir Arthur Conan Doyle, sem
ætlað liafði fyrirlestraferð til Norðurlanda, en hætti við, til
Kaupmannahaínar og bauð að kosta ferð Einers Nielsens til
Englands, ef E. N. vildi koma til sín og leyfa, að þar væru
gerðar tilraunir. Hvorutveggja boðinu varð að liafna, því að
þá varð E. N. að fara í nuddlækningaskólann í Málmey; liann
varð að byrja þar tafarlaust og stunda námið í sífellu. Til
stendur, að liann fari næsta liaust til Englands.
I bréfi frá Einari H. Kvaran er þetta tekið fram um
fyrsta tilraunafundinn, sem „fasti hringurinn' ‘ hélt með E.
N.: „Fundurinn var ágætur, líkamningar ellefu, og alt gekk
greiðara og léttara en á beztu fundunum heima.“ í sama
bréfi segir liann enn fremur: „Á einmn fundi öðrum hefi eg
verið með öðru fólki, vinum E. N., en þar gerðist ekkert. Þar
á móti var það hér um kvöldið, að eg var að tala við „Mika“
um málefni Nielsens og vandræðin öll. Enginn var við nema
við hjónin. E. N. sat inni í byrginu fyrir opnu tjaldi í rauðu
ljósi, og eg sat fast hjá honum og sá liann vel allan. l’á kom
„Elísabet“ út undan tjaldinu til konunnar minnar, ófullkom-
lega líkömuð, en ineð slæður um höfuðið. Eg hallaði mér til,
en hélt áfram samtalinu við ,,Mika‘ ‘, og sá „Elísabet' ‘ —
eða réttara sagt slæðurnar, sem voru töluverðar.“
1 öðru bréfi, rituðu í byrjun december, getur Einar II.
Kvaran tilraunanna á þessa leið:
„Stórkostlegur lílcamningafundur lijá honum (þ. e. Einer
Nielsen) fyrra laugardag, 12 verur, mismunandi, og sýndu sig
oft. Eg lield, að eg hafi aldrei séð líkamningarnar koma jafn-
ört. En ljósið [var] ekki eins gott og stundum lijá okkur.
Slæðurnar þar á móti meiri en heima. Þar kom kvenvera, sem
nefndi þrisvar nafnið „Borghild“ og þar á eftir „Snæbjörn“
hvað eftir annað.“ *
* Kona Snæbjörns kaupmanns Arnljótssonar, sem dó úr spænsku
veikinni 1918, hét Borghild. Hún virðist hvað eftir annað hafa gert
vart við sig á miðlafundum hér í Reykjavík og er ein þeirra, sem
mér finst hafa komið nieð beztar endurmimiingasamuunr.