Morgunn - 01.06.1925, Qupperneq 147
M ORGUNN
141
unnar — vélgengi-skýringarinnar á alheiminum, rakningar
andlegra staSreynda til lífeðlislegra fyrirbæra/ ‘
Um þennan liáflæðis-tíma efans og efnishyggjunnar lióf
liann sitt vísindalega starf, sem miðaði að því marki, er liann
liefir sjálfur lýst svona:
„að finna nnnað líf, er lífið ferst,
og læra á hverju öllum ríður mest.“
Myers var prestsson, og hafði fáðir hans verið „á undan
kynslóð sinni bæði að starfsamri mannúð og frjálsleik í lmgs-
un,“ — Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill.
Fyrsta sorg Myers á barnsahlrinum var að sjá dauða mold-
vörpu, sem hafði verið marin lil bana undir vagnhjóli. Iíonum
varð mikið um, flýtti sér til móður sinnar og spurði hana,
„bvorl litla moldvarpan liefði farið lil guðs“. En svar móður
lians var, að litla moldvarpan hefði enga sál og mundi ekki
lifa eftii- dauðann. Yið þetta atvik „vaknaði hin fyrsta skelf-
ing gagnvart upprisulausum dauða í mínu ólgandi hjarta“.
segir liann.
Faðir lians byrjaði að kenna lionum latínu sex ára, og
hann drakk í sig fornbókmentirnar grísku og latnesku og
unni þeim mjög alla æfi. Um eitt skeið æfinnar kom yfir liann
kristilegt afturhvarf og á þeim árum „ákafrar trúar“ orli
liann meðal annars kvæðið „Pál postula“. En síðar smávoiktist
trú hans fyrir „aukna þekking á sagnfræði og náttúruvísind-
um, víðara útsýni yfir heiminn“. Ilonum „var'ð ljóst, live ófull-
nægar sannanirnar voru og' því fylgdi vaxandi þjáning" Og
loks lenti liann í „þekkingar-vonleysi eða eiginlega efnisliyggju,
sem var stundum sljó þjáning, en leiftraði stundnm eins og
skelfilegur veruleiki, svo að veröldin virtist bringsnúast fyriv
angum manns, — snöggleg skelfingarmartröð innan um star-
andi auðn og dapurleika dagsins. Það var von alls heimsins,
sem var að hjaöna, ekki aðeins mín“.
Út frá þessu sálarástandi hans verður dugnaður hans í
leitinni skiljanlegri. „Saga inín“, segir liann, „hefir verið
saga um baráttu sálar til sannfæringar um tilvist sjálfrar sín,