Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 4
130
M 0 R G U N N
Þess hefir oft verið getið í blöðum, bæði vestra og
hér heima, að íslenzk tunga væri nú um það leyti að
syngja sitt síðasta vers í bygðum íslendinga í Kanada og
Bandaríkjunum. Að minni hyggju er þetta mjög orðum
aukið. Unglingar í stærri bæjum eiga að vísu orðið mjög
erfitt með að fylgjast með íslenzku máli, sé það nokkuð
þyngra eða flóknara en daglegt samtal manna, en í sveit-
um og þorpum er þetta mjög á annan veg enn. Og enginn
almennur, íslenzkur félagsskapur er til, sem hugsanlegt
er að halda lifandi á öðru máli en íslenzku. T. d. mundi
hver sú kirkja tæmast á örskömmum tíma, sem hygðist
að nota eingöngu enskt mál yfir íslenzku fólki. Sumstaðar
er orðið óhjákvæmilegt að nota ensku að nokkuru, sam-
hliða íslenzku, en hvergi svo komið, að við það verði unað
að nota enskuna eina.
Þessi trygð við tunguna er að sjálfsögðu að nokkuru
leyti tilfinningamál, en þó ekki eingöngu. Mér er minn-
ísstæð setning, er gáfuð kona mælti, er hún hafði hlýtt á
skörulegan enskumælandi prest í íslenzkri kirkju. Kon-
an hafði dvalið um sextíu ár í Vesturheimi og hafði komið
þangað kornung. „Þetta var ágæt ræða“, mælti hún,
„gfáfuleg og áhrifamikil, en mér hefir ávalt fundist, að
drottinn mundi ekki skilja aðra tungu en íslenzku!" En
þótt íslenzkan sé ýmsum svona kærkomið tilfinningamál
eins og þessi setning ber með sér, þá ræður þó meiru, að
enn er þessi tunga meiri hluta Islendinga þar langsamlega
eðlilegri hugsanamiðill en enskan.
Eg hefi drepið á, að upp sé að vaxa mentamannastétt
meðal íslendinga vestra, sem að sjálfsögðu hugsi nokkuð
á aðra lund en menn gjöra hér á landi. Þessir menn hafa
að öllu leyti þegið mentun sína í skólum þarlendis og á-
hugamál þeirra eru að sjálfsögðu að yfirgnæfandi leyti
viðfangsefni þeirra eigin umhverfis og samtiðar. En þrátt
fyrir þetta er það á vitund margra, að eftirtektarverð
breyting sé að verða á afstöðu þessara manna til íslenzkra
manna og hugsana á síðari árum. Ungir, áhugasamir