Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 106
232
MORGUNN
urn mann glatast“ .... og fleira nefnir hann. Og þetta
er alveg satt; það er fyllilega nægileg röksemd. En hon-
um verður ekki mikið fyrir að þurka út þessar röksemdiiv
Hann þarf ekki til þess nema einn pennadrátt, ,,að vér
erum að eins duft og aska .... það er mannsins hlutverk,.
að hlusta á það, sem guð vill segja honum, en ekki að
segja til, hvernig guð á að vera“. Með þessu lætur hann
vera afgreiddar allar mótbárur móti eiÚfri útskúfun.
Þær eru þaq* með úr sögunni.
En það er að segja um þetta orðtæki „duft og aska“r
að það getur þó að eins átt við líkamann. En maðurinn
er einnig andi, og andinn er engin aska. Hann er sjálf-
stæð vera, frjálsræði og skynsemi gæddur, skapaður í
mynd guðs. Það hlýtur því meðal annars að vera hlutverk
hans að hugsa og álykta skynsamlega, og siðferðilega
séð, að gjöra engum rangt til, sízt af öllu sjálfum guði..
En þegar vér vitum nú, að guð er kærleikur, sem er al-
máttugur og alsæll, hvernig er þá hægt með nokkurri
ályktun að gjöra honum meira rangt til, en að halda að
hann geti setið rólegur í sínum himni, eða hvernig á-
standi, sem vér hugsum oss hann, með þá meðvitund, að
líklega mikill meiri hluti (sb;r. margir eru kallaðir en fáir
útvaldir) af mönnunum, þessari æðstu og göfugustu
skepnu, sem hann sjálfur skapaði og allar ritningar votta.
að hann elski, séu að engjast í kvölum um endalausa ei-
lífð, sem er svo óumræðilega stór hugsun að enga hug-
mynd er í rauninni hægt að gjöra sér um það. Það má
víst segja, að ekki hefði verið til ónýtis á stað farið að
skapa og ekki vantaði alvizkuna og almættið til að ná
slíkum árangri! Eg skil ekki annað, en að hver maðu;r
sjái nú orðið, þótt kirkjan hafi lengi haldið þessari kenn-
ing, að hún er fjarstæða. Enginn jarðneskur dómari
mundi komast í námunda við að dæma í slíka hegning
fyrir hvað langan glæpaferil sem væri, hvað þá heldur
hann, sem er kærleikur, og óhugsanlegt er, að nokkur
hlutur, hvorki dauðinn né annað, geti sett kærleika hans