Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 10
136
MORGUNN
ill og verður sennilega lengi enn. En skilningurinn fer
vaxandi á því, að það er ekki einu sinni holt eða eftir-
sóknarvert, að allir menn verði sammála um trúarleg
efni. Trúin er hræringar hins andlega lífs, sem í mannin-
um er, og það væri vottur um alt annað en frjósamt líf, ef
þær hræringar væru allar með einum hætti. Og það er
einmitt eðli og einkenni heilbrigðrar þjóðkirkju, að hún
á að vera sá reitur, er margvísleg afbrigði hins andlega
lífs fá þróast í. Nú vill svo til um íslenzka þjóðkirkju, að
þótt hún sé á vorum tímum ekki sterk stofnun og langsam-
lega minni gróður í henni en óskandi væri, þá virðist hún
samt ætla að bera gæf u til að f orðast þann óvinaf ögnuð að
gjöra tilraun til þess að leggja skoðanir manna í fjötra.
Innan þessarar kirkju er t. d. nú uppi og áberandi hvort-
tveggja þau heildarviðhorf, sem einkenna kirkjufélögin
bæði vestra. Hinir ihaldssömustu menn hins lúterska
kirkjufélags eiga hér skoðanabræður meðal embættis-
manna og áhugamanna þjóðkirkjunnar ekki síður en
hinir róttækustu menn hins Sameinaða kirkjufélags.
Það er meðvitundin um þetta, sem nú á síðustu tím-
um hefir vakið áhuga ýmsra manna vestra fyrir nánari
samvinnu við þjóðkirkjuna hér. Frá þeirra hálfu eru því
tvær rætur, er að áhuganum liggja. Þeim er ant um kirkju
sína og telja henni hollust áhrifin frá þeirri stofnun, sem
skyldust er — sjálfri kirkju þjóðarinnar — og þeim er ant
um hið þjóðernislega viðhald, sem ávalt hefir verið svo ná-
tengt hinu kirkjulega starfi.
í stuttri grein, eins og þessari, eru vitaskuld ekki
nokkur tök á að gjöra grein fyrir öllum þeim atriðum, sem
umhugsun um þetta mál vekur athygli á. Hér skal aðeins
bent á eitt atriði, sem veit að hinni þjóðernislegu hlið
málsins. Eins og getið hefir verið um, þá hefir hið Sam-
einaða kirkjufélag nú um skeið sótt presta sína til íslands.
Þeir hafa allir farið héðan af landi sem fullorðnir menn
og þótt þeir hafi unað hag sínum vel, þá hefir þó taugin,