Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 89
MORGUNN
215
Merkilega nákvæmur spádómur.
Prestur í ensku biskupakirkjunni, V. G. Duncan að
nafni, hefir á þessu ári gefið út bók, sem hann nefnir
Proof (sannanir). Sir Oliver Lodge hefir ritað formála
fyrir henni. Bókin er ágrip af þeirri reynslu, sem höf-
nndurinn hefir fengið við sálarrannsóknir, reynslu, sem
hefir algerlega sannfært hann um samband við fram-
liðna menn.
Sannfæring sína hefir hann að langmestu leyti feng-
ið á fundum hjá tveim raddamiðlum, systrum með ættar-
nafninu Moore. Þær halda jafnan fundi saman, fara
■ekki í trance, heldur tala við raddimar, eins og aðrir
fundarmenn. Þær voru búsettar í Glasgow, þegar höf.
var búsettur í Edinborg.
Bókin hefir ekki eingöngu það til síns ágætis, að
nærri stappar, að sannanir séu þar á hverri blaðsíðu,
heldur líka hitt, að hún er með afbrigðum skemtileg —
sem ekki verður sagt um allar bækur svipaðs efnis.
Höfundurinn hafði vakið mikið umtal á Stórbreta-
landi, áður en þessi bók kom út. Hann hafði flutt nokk-
urar prédikanir í kirkju sinni um sálarrannsóknir, og
þessar prédikanir höfðu jafnóðum verið prentaðar í
,,Edinburgh Evening Dispatch“, einu af víðlesnustu dag-
blöðum Skotlands. Eftir það fór hann að fá kynstur af
bréfum. Og þessi bréf voru honum nokkurs konar opin-
berun.
Sum af bréfunum voru full af ógeðslegustu skömm-
um og hótunum. Önnur lýstu því berlega, hve djúpsett
og víðtæk er þrá manna eftir órækum sönnunum fyrir
framhaldslífinu. En svo virðist, þó að það sé hvergi sagt
berum orðum í bókinni, að það andlega óveður, sem þess-
ar prédikanir hans vöktu, hafi átt mestan þáttinn í því