Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Page 89

Morgunn - 01.12.1933, Page 89
MORGUNN 215 Merkilega nákvæmur spádómur. Prestur í ensku biskupakirkjunni, V. G. Duncan að nafni, hefir á þessu ári gefið út bók, sem hann nefnir Proof (sannanir). Sir Oliver Lodge hefir ritað formála fyrir henni. Bókin er ágrip af þeirri reynslu, sem höf- nndurinn hefir fengið við sálarrannsóknir, reynslu, sem hefir algerlega sannfært hann um samband við fram- liðna menn. Sannfæring sína hefir hann að langmestu leyti feng- ið á fundum hjá tveim raddamiðlum, systrum með ættar- nafninu Moore. Þær halda jafnan fundi saman, fara ■ekki í trance, heldur tala við raddimar, eins og aðrir fundarmenn. Þær voru búsettar í Glasgow, þegar höf. var búsettur í Edinborg. Bókin hefir ekki eingöngu það til síns ágætis, að nærri stappar, að sannanir séu þar á hverri blaðsíðu, heldur líka hitt, að hún er með afbrigðum skemtileg — sem ekki verður sagt um allar bækur svipaðs efnis. Höfundurinn hafði vakið mikið umtal á Stórbreta- landi, áður en þessi bók kom út. Hann hafði flutt nokk- urar prédikanir í kirkju sinni um sálarrannsóknir, og þessar prédikanir höfðu jafnóðum verið prentaðar í ,,Edinburgh Evening Dispatch“, einu af víðlesnustu dag- blöðum Skotlands. Eftir það fór hann að fá kynstur af bréfum. Og þessi bréf voru honum nokkurs konar opin- berun. Sum af bréfunum voru full af ógeðslegustu skömm- um og hótunum. Önnur lýstu því berlega, hve djúpsett og víðtæk er þrá manna eftir órækum sönnunum fyrir framhaldslífinu. En svo virðist, þó að það sé hvergi sagt berum orðum í bókinni, að það andlega óveður, sem þess- ar prédikanir hans vöktu, hafi átt mestan þáttinn í því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.