Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 53
MORGUNN
179
þó mundi að höfðu hvarflað i huga hennar, þegar hún var
að reyna til að senda honum þær frásagnir, er hún hafði
ákveðið að senda.
En hvernig geta þessi skeyti borist milli huganna?
Alment mun vera litið svo á, að undirvitund (ekki dag-
vitund) sendanda sendi skeytin með fjarhrifum, til undir-
vitundar viðtakanda, en hún láti miðilinn rita skeytið ó-
sjálfrátt. Stead aðhyllist þessa skýringu og Júlía, sem svo
oft var stjórnandi hans, taldi hana vera rétta. Stead hélt
að helzt væri því engin takmörk sett, hvað þessi skeyti
gætu borizt um langan veg, og sjálfur fekk hann þau vest-
an um Atlantshaf. Undirvitund góðs miðils sýnist því vera
gædd því frjálsræði, sem flestum mönnum er varnað. En
misjafnlega er það fullkomið.
Alt eru þetta furðulegir leyndardómar, sem örðugt er
að gefa nokkra fullnægjandi skýringu á. Hvernig fer dag-
vitund nokkurs manns að sækja i undirvitund annara lif-
andi manns fréttir af viðburðum, sem dagvitund þessara
manna er óljúft að segja frá? Eða: Hvernig getur undir-
vitund sendanda tekið að sér að senda skeyti til dagvit-
undar annars manns, í óþökk sinnar eigin dagvitundar?
Eru þessar vitundir mannlegrar sálar svona einangraðar
hvor frá annari? Reynt hefir verið að skýra þetta svo, að
undirvitund mannlegrar sálar sé æðri hluti mannsvitundar-
innar, sé hinn ódauðlegi hluti vitundarlífsins og vilji þeirr-
ar vitundar hafi því bæði rétt og mátt til þess að breyta
gagnstætt vilja dagvitundarinnar.
Önnur skýring á þessu er sú, að tvífari hins lifandi
manns, sendanda skeytisins, fari úr líkama hans til miðils-
ins, sem ritar og stjórni hendi hans, er hann skrifar
skeytin. Hann sýnist þá ekki bundinn af neinum fjarlægð,
Um, fremur en álitið er um framliðna menn. Kemur
þetta allvel heim við þá reynslu um dáleidda menn,
að þeir geta ferðast eftir því sem fyrir þá er lagt og lýst
viðburðum og mönnum á fjarlægum stöðum, sem þeim
12*