Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 5
MORGUNN
131
menn á mentabraut voru framan af töluvert óþolinmóð-
ir og viðkvæmir fyrir hinu stöðuga íslenzku-tali hinna
eldri manna. Þeir fundu til sinnar eigin fáfræði í nýju
landi og þeim virtist mest um það vert, að kapp væri lagt
á að samlaga sig hinu nýja umhverfi og gjöra sig hæfan
til þess að sigra í þeirri lífsbaráttu, sem þar var háð. Þeir
gátu ekki betur séð, en að íslenzkan og umhugsun um
fjarlægt, frekar snautt land að ytri menningu, væri traf-
ali og hlekkur um fót manna í þessari framsóknarbar-
áttu. Og því fór svo um tíma, að þetta viðhorf dró allmikið
úr áhuga manna fyrir íslenzkum efnum. En eftir því, sem
mér hafa komið hlutir fyrir sjónir, þá er að verða á
þessu áberandi breyting. Ungir læknar, lögmenn, kenn-
arar og aðrir mentamenn hafa á síðari árum fylgst með
íslenzkum félagsskap og áhugamálum á annan og á-
kveðnari hátt en þeir hafa áður gjört. Meðal annars er
vaknaður fyrir því töluverður áhugi að stuðla að því, að
komið verði upp prófessorsembættum í íslenzkri tungu
við háskóla þar, sem áhrif þeirra ná til, og á þann hátt
vakin athygli fræðslustofnana álfunnar á þeim fjársjóð-
um, sem bókmentir Islands búi yfir.
Flestir menn hérlendis munu hafa heyrt meira eða
minna um það, hvert starf Þjóðræknisfélagið hefir verið
að leitast við að vinna til þess að halda við vinsamlegum
hugsunum og þjóðerniskend til íslands. Félaginu hefir
ekki eingöngu orðið mikið ágengt um þetta efni, heldur
hefir það á ýmsan hátt orðið til þess að vekja athygli hins
vestræna heims á íslenzku þjóðinni. Meðal annars hefir
það verið verk þessa félags að vekja þann vinsemdarhug
til Islands hjá stjórnarvöldum Kanada, að þau munu hér
eftir ávalt bjóða einum eða tveimur íslenzkum náms-
mönnum að stunda vísindaiðkanir við þarlendar menta-
stofnanir.
Starfsemi Þjóðræknisfélagsins í heild sinni er hinn
mest áberandi vottur um þann áhuga, sem menn þar
vestra hafa sýnt á því að viðhalda sambandi við Island.
9*