Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 83
MORGUNN
209
an. Meðal þeirra, sem komu í sambandið, var Á. J. Hann
talaði um ýmislegt við ástvini og kunningja, en áður en
hann fer, víkur hann tali sínu til J. M. og segir: ,,Jón,
hafðu góðar gætur á öllu um mánaðamótin júlí og ágúst í
sumar. Meira gat hann ekki sagt. Nú var ekki gott að
vita, hvað þetta var. Snemma í ágúst fer J. M., kona hans
og fleiri í ferðalag upp í Borgarfjörð. Þá er það dag
einn, er þau voru á suðurleið, að Jón segist finna að nú
muni það vera, að hann þurfi að hafa gát á öllu, og hon-
um er ómögulegt að vera nema í námunda við bílinn sinn.
Þau koma að Hreðavatni, og ætla út í hólma í vatninu.
Kona Jóns þarf að hafa mikið fyrir því að fá hann með,
en hann snýr aftur og að bílnum. Þau fara svo að Hvammi.
Þar er alveg sama tilfinningin. Bílstjórinn ætlar að fara
að finna bróður sinn, sem er þar skamt frá, svo að þau
ætla að bíða á meðan. Þeim er boðið heim að Hvammi, en
Jón þverneitar því, og þá fer ekki hitt samferðafólkið. Þau
fara því inn í bílinn, en rétt á eftir fer Lilja Kristjánsdótt-
ir að tala um einkennilega lykt í bílnum, og eftir augna-
blik kemur greinileg brunalykt. Jón sér þá, að það er að
kvikna í bílnum út frá rafmagnsleiðslu, sem lá að vindla-
kveikjara. Hann grípur í ofboði ölflösku, sem lá í bílnum
og hellir úr henni í það, sem byrjað var að sviðna. En sá
strax, að þetta dugði ekki til lengdar. Bílstjórinn var
kominn, hafði ekki fundið bróður sinn. Jón nær í hann, og
hann tekur leiðsluna úr sambandi og með því var bílnum
bjargað. Eins og sést á frásögninni, hefði bíllinn brunn-
ið upp til agna, hefði Jón farið heim að Hvammi. Það er,
eins og áður er sagt, erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum
eins og þessum, en af því sem á undan er gengið, að Árni
er búinn að vara Jón við einhverju, síðast í júlí, eða fyrst
í ágúst, þá finst mér ekki ólíklegt, að hann hafi verið
þarna nálægur, og haft áhrif á Jón um það, að yfirgefa
ekki bílinn. Líklegt að nokkru áður sé Árni búinn að sjá
að leiðslan er biluð og að hætta getur stafað af henni á
hverri stundu; þess vegna er það, að Jóni finst að hann
14