Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 54
180
M 0 R G U N N
eru alveg ókunnir. Mennirnir, sem »sjá gegn um holt og
hæðir« virðast líka vera gæddir samskonar eiginleika. Að
ósjálfráð skrift geti gerzt af þeirra völdum sýnist þá held-
ur ekki vera neitt ósennilegt.
Mesti fjöldi bóka hefir verið gefinn út með ósjálfráðri
skrift. Eg hefi áður nefnt bókina Spirit Teachings, en hér á
landi eru Júlíubréfin lang-kunnust. Ekki verður sagt að mikið
þyki koma til allra þessara bóka, eða efni þeirra sé sann-
færandi um sambandið við annan heim. Gæti þar verið
um að kenna, að miðilskrafturinn hafi verið ófullnægjandi, eins
og bent var til áður. Aftur telja hinir ágætustu vísinda-
menn sumar þessar bækur stórmerkilegar. Svo er t. d.
um þrjár bækur, er Miss Cummins í London hefir ritað á
þennan hátt: Skrif Cleophasar, Páll í Aþennuborg og nú ný-
lega allstórt rit, sem W. H. Myers er sagður höfundur að,
en Oliver Lodge ritar formála fyrir.
Annars má segja, að ósjálfráð skrift sé aðeins einn
liður í sæmilega sjálfstæðu fyrirbrigða kerfi. Til þess má
telja ósjálfráða teikningu og málverkagjörð, en auk þess
sjálfstæða skrift og hina svonefndu töfluritun, sjálfstæða
teikninga- málverka og myndagjörð. Alt þetta gerist án
þess að mannshöndin komi þar nærri. Er ekki tækifæri til
þess að gera neina nægilega grein fyrir þeim fyrirbrigðum
að þessu sinni. En verði það gjört, eða þegar það verður
gjört, veitir áreiðanlega enn örðugra að líta smám augum
á ósjálfráðu skriftina.