Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 94
220
MORGUNN
lega röddin, en helmingi lægra talað. Það út af fyrir sig
er töluvert markvert atvik.
TJngfrú Moore: Andrés, okkur langar til að fá þig til
þess að hjálpa okkur í kvöld viðvíkjandi fyrirætlunum
séra Duncans, ef þú getur það. Við erum dálítið áhyggjufull.
Andrés Wallace (í mjög hughreystandi rómi): Vertu
ekki áhyggjufull, systir. Alt gengur vel.
Ungfrú Moore: Eg býst við því, Andrés; en við erum
ekki annað en mannleg, eins og þú veizt, og við getum
ekki við áhyggjunum gert“.
Andrés Wallace: Bróðir Duncan hefir farið eftir ráð-
leggingum okkar bókstaflega.
Ungfrú Moore: Já, bókstaflega, Andrés, og nú erum
við að hugsa um framtíðina.
Andrés Wallace: Sagði eg ekki, að við mundum aldrei
sleppa hendinni af honum?
Ungfrú Moore: Jú, það er rétt.
Andrés Wallace: Jæja, hefir hann orðið fyrir von-
brigðum?
Eg: Síður en svo. Sannleikurinn er sá, að eg hefi ekki
verið iðjulaus nokkurn sunnudag, síðan eg fór frá Skot-
landi. Enn er eins og alt hafi tekið sig saman um að
hjálpa mér.
Andrés Wallace: Vertu þá ekki með áhyggjur, bróðir.
Við erum að hjálpa þér.
Ungfrú Moore (tekur fram í) : Það er ágætt, And-
rés. Geturðu ekki látið okkur fá neitt áþreifanlegra til
þess að fara eftir? Reyndu það nú.
Andrés Wallace: Jæja, systir. Eg skal gera það, sem
eg get.
Nú varð þögn um nokkur augnablik og yngri stúlkan
sagði okkur, að með skygnigáfu sinni sæi hún Andrés vera
að bera sig saman við einhvern annan. Sá maður væri
hár, dökkur á hörund, með hvítan túrban á höfðinu og í
viðri, saffranlitri skikkju. Meðan á þessu hléi stóð og við
biðum eftir röddinni, bað eldri systirin okkur að taka öll