Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 57
MOEGUNN
183
smáu plánetur í atómakerfunum — fengjust til að sam-
einast atómakjörnunum í vatnsefninu, þá mundu hest-
■öflin, sem losnuðu, verða enn 120 sinnum meiri. Enginn
vafi leikur á því með vísindamönnum, að þessi afskap-
lega orkulind er til. Ekki stendur á öðru en eldspýt-
unni til íkveikjunnar eða öllu heldur sprengingartólinu
til þess að hleypa hvellinum af stað. Vísindamennirnir
•eru að leita að þessu.
Uppgötvist þessar orkulindir og nái menn valdi á
þeim, þá mundi það valda þeim breytingum á högum
mannanna, að ekki yrðu þær samanbornar við breyting-
arnar, sem gufuvélin olli fyrir fjórum mannsöldrum. —
Landaskipunin og loftslagið mundu hlýða fyrirskipun-
um mannanna. 50 þúsund smálestir af vatni mundu nægja,
«f þær væru notaðar á þann hátt, sem minst hefir verið á,
til þess að flytja írland út í mitt Atlantshafið. Regnvatns-
magnið, sem fellur á dálítinn blett á jörðunni, mundi vera
nóg til þess að þíða allan ísinn við bæði heimskautin".
Eg ætla ekki að tefja tímann með því að fjölyrða
um þær breytingar, sem Winston Churchill gerir ráð fyr-
ir, að vér getum átt von á — svo sem breytingar á sam-
göngufærunum og matarframleiðslunni. Samt get eg
ekki stilt mig um að minnast fáum orðum á það barna-
uppeldi, sem hann hugsar sér að geti beðið mannkyns-
ins, og þau áhrif, sem kunni að verða höfð á fóstrið í móð-
urlífi. Hann telur ekki þann möguleika langt undan landi,
að unt verði með þeim á'hrifum og uppeldinu að ráða
því, hvernig maðurinn verður, hvort hann verði hæfur til
líkamlegs strits eða hugsanastarfsemi. Það liggi við, að
það sé nú þegar á valdi mannanna að framleiða mann-
skepnur, sem, til dæmis að taka, séu búnar ágætum lík-
amskröftum, en með sálargáfum, sem vextinum hafi ver-
ið kipt úr að því leyti, sem hentugt kynni að þykja. Það
kynni að mega framleiða mannverur, sem væru færar um
að fást við vélar, en hirtu ekki um neitt annað o. s. frv.
Oss hryllir við jafnvoðalegum möguleikum, og lög krist-