Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 67
MORGUNN
193
Ýms dulræn atvik.
Hgrip af erinöí fluttu á funði í S. R. F. í.
Eftir ísleif lónsson.
Árni Jónsson.
Árni Jónsson kaupmaður lézt 2. maí 1931, eftir fárra
stunda veikindi. Það virðist svo, sem hann hafi verið
mjög fljótur að átta sig á umskiftunum, því að bæði eg
og aðrir fengu ýmislegt, sem benti ótvíræðlega í þá átt.
Árni var einn af þeim mönnum, sem var mjög ákveðið
sannfærður um framhald lífsins. Hann var mjög frjáls-
lyndur og trúði því fastlega, að svo sem við værum und-
irbúin að fara, þannig liði okkur eftir dauðann, eða vista-
skiftin. Við áttum oft tal um þessa hluti, og eg hefi fá-
um kynst, sem voru bjartsýnni á næsta tilverustig, og
horfðu jafn hugreifir fram á þá umbreytingu, sem oft
er og má með sanni kallast umbreytinguna miklu.
Mér fanst eg mjög fljótt verða var við hann í hinu
nýja ástandi sínu, og fanst mér hann ávalt glaður, og
bros leika um varir honum.
Fáum dögum eftir að hann dó — eg nota orðið dó,
þó að mér finnist alt af, að það eigi alls ekki við —, kom
hann til mín einn morgun og er dálítið áhyggjufullur.
Mér finst hann vera með blað í hendinni, og finst það
helzt líkjast víxileyðublaði. Mér finst hann vilja segja mér,
að eg þurfi að láta Níels tengdason sinn vita um þetta.
Eg vissi, að daginn sem hann veiktist, var hann að fram-
lengja víxil fyrir Fríkirkjuna og datt í hug, að það hefði
eitthvað verið eftir að ljúka við hann, en taldi það samt
mjög ólíklegt. Eg hitti Níels litlu síðar um daginn, og
segi honum frá þessu. Hann segist þá alveg um sama
leyti og eg sá Árna með blaðið, hafa uppgötvað það, að
13