Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 21
M 0 R G U N N
147
En Myers heldur því fram, að þessar verur hafi ekki neinn
mátt til þess að gera mönnunum mein á leið þeirra upp í
þroskann eftir andlátið. Með fáeinum undantekningum sé
Hades alls ekki neinn ótta- eða þrauta-staður.
Þegar þessu tímabiii er lokið, skiftir maðurinn um svið
eða tilverustig. En áður en eg kem að því máli, skal eg
láta þess getið, að Myers skiftir hinum nýdánu mönnum
í þrjá flokka: Anda-menn, sálar-menn og dýrs-menn. —
Hann tekur það fram, að þessi skifting sé nokkuð lausleg,
því að undirskiftingar komi hér til greina, en hann biður
menn að hafa þessa skiftingu í huga, því að framtíð manna
fari eftir því, hverjum flokkinum þeir heyra til.
Hópsálin.
Mér þykir rétt, áður en eg fer út í frásögn Myers um
sviðin, að skýra að nokkuru frá því, sem hann nefnir hóp-
sálina (The Group-Soul). Eg geri ráð fyrir, að ýmsum þyld
sú kenning nokkuð torskilin. En að hinu leytinu skiftir hún
miklu máli í skýringum Myers á tilverunni. Eg legg þá út
ummæli hans í kaflanum um hópsálina.
„Hópsálin er ein sál og þó margar sálir. Fræðsluand-
inn gerir þessar sálir að heild. Eins og sérstakar mið-
stöðvar eru í heilanum, þannig eru í hinu sálræna lífi
margar sálir, tengdar saman af einum anda og fá nær-
ingu sína frá þeim anda.
„Þegar eg var á jörðinni, heyrði eg hópsál til, en
greinar hennar og andinn — sem líkja má við ræturnar
-— voru í ósýnilegum heimi. Því er svo farið, að ef þið
ætlið ykkur að skilja sálræna framþróun, þá verðið þið
að leita þekkingar á þessari hópsál og skilja það mál.
Til dæmis að taka skýrir það marga af þeim örðugleik-
um, sem sumir munu segja ykkur að ekki verði undan
komist nema með kenningunni uri endurholdgun. Ykk-
ur kann að finnast eg vera að fara með hégóma, en samt
er það, í sérstökum skilningi, satr, að vér komum fram á
jörð'rmi til þess að borga fyrir syndir annars mannslífs.
10*