Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 112
238
M0R6UNN
Meiðslið.
[Fyrir sérstakb atvik liefir prentun eftirfarandi greinar dregist
Jengur en til var stofnað. Höfundur hennar á heima í Wynyard, Sask.,
og kom hingað heim á alþingishátíðinni. Hún er af öllum, sem til henn-
ar þekkja, talin iiin merkasta kona, og mörg dulræn atvik munu hafa
fyrir hana komið. — Ritstj.].
Um vorið 1897 var eg- á ferðalagi nálægt Akra P. 0.
í North Dakóta. Ferðinni var heitið til æskuvinu minnar,
Halldóru Eg"gertsdóttur, konu Björns Austmanns, sem þá
var búsett nálægt Akra P. 0., sem þá var. Halldóra er dá-
in fyrir mörgum árum, en Björn maður hennar er nú kaup-
maður í Hensel, North Dakóta. Eg hafði ákveðið að gista
hjá þeim hjónum um nóttina, og átti Halldóra von á mér
þá um kvöldið. Hafði talast svo til í bréfum, sem fóru á
milli okkar, að eg yrði gestur hennar þessa nótt. — Það
hafði rignt undanfarna daga, og vegir því seinfarnir, svo að
fylgdarmaður minn og eg komum ekki fyr en klukkan 10
um kvöldið.
Halldóra kom strax út og fagnaði okkur vel. Eftir að
við höfðum heilsast og talast dálítið við, segir Halldóra:
„Gaktu nú inn, elskan mín; eg ætla að kveikja ljós“. Eg
gekk beint inn. Þegar eg er komin svo sem 3 fet inn fyrir
dyrnar, geng eg beint ofan í opinn kjallara. Af því að dimt
var inni, gat eg ekki greint kjallaraopið. Eg hljóðaði upp
um leið og eg datt niður. En Halldóra hljóðaði engu minna,
því að þá mundi hún eftir að kjallarinn var opinn.
Hún hafði farið ofan í kjallara, en rétt í því ókum við
í hlaðið. Hún hljóp þá upp stigann og út, en gleymdi að láta
aftur kjallarahurðina. Ljós var kveikt, og áður en eg vissi
af, stóð Halldóra yfir mér, með lampann í hendinni. Mér
er óhætt að segja, að hún bar sig engu betur en eg. Ekki
gat eg staðið upp. En með aðstoð þeirra hjóna var mér
komið upp stigann og í gott rúm. Alt var fyrir mig gert,
sem hægt var. Nákvæmni og umönnun hefði ekki getað verið