Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 19
MORGUNN
145
Eftir því sem Myers heldur fram, er fyrir fæstum
mönnum neitt að óttast fyrst eftir andlátið. Sálin er þá
venjulega í nokkurs konar hálf-svefni og friðarástandi,
ef dauðann hefir ekki borið að höndum með einhverjum
ofsalegum hætti. Hún hvílir sig í rökkri og stundum get-
ur hún þá skynjað ástkæra vini sína eða skyldmenni,
sem farin eru á undan henni.
Auðvitað eru skilyrðin afskaplega mismunandi. Sá
maður, karl eða kona, sem aldrei hefir unnað neinum
heitt eða hirt um neina aðra mannssál, kann að lenda í
einveru og svörtu myrkri, sem líkist næturmyrkri jarð-
arinnar. En þetta algerða einangrunar ástand er fátítt.
Eigingjarnir menn og grimmir menn lenda í því, en eig-
ingirnin verður þá að hafa verið óvenjuleg, grimdin all-
mikil. —
Venjulegast hafa menn engar þrautir, meðan þeir
eru að deyja. Þeir hafa áður losnað svo mikið við líkam-
ann, að þó að holdið virðist kveljast, þá finst sálinni
í raun og veru hún vera mjög syfjuð og hún hefir þá til-
finning, að hún sveiflist fram og aftur líkt og fugl í loftinu.
Þessi tilfinning er einkennileg og rólega yndisleg eftir
veikinda þrautirnar.
Hades.
Sálin fer nú inn á það svið, sem Myers nefnir Hades
eða millibilsástandið. Það samsvarar því, sem nefnt hefir
verið astralsviðið. Þegar eftir andlátið kemur stutt tíma-
bil, er mönnum finst sem þeir séu að leysast sundur. En
ekki skulu menn setja þetta í samband við neina óþægi-
lega tilfinningu. Eg var mjög' þreyttur, þegar eg fluttist
af jörðinni, segir Myers. Fyrir mig var Hades hvíldar-
staður, staður hálfrökkurs og drungalegs friðar. Eins og
Tnennirnir öðlast styrkleik af löngum og djúpum svefni,
oins safnaði eg mér þeirri andlegri og vitsmunalegri orku,
sem eg þurfti á að halda, meðan eg dvaldist í Hades. Það
■fer eftir eðlisfari og innræti hvers ferðamannsins frá
10