Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 101
MORGTJNN
227
nú eru ekki nema tvö ár síðan eg andaðist, og þau eru
búin að gleyma mér«.
Já, leiðið var svo útlits, sem hún gæti haft rétt að
mæla. Innan um fáeinar rósir og önnur blóm óx magn-
mikið illgresi, og vafningsviður breiddi sig alveg niður yfir
ofurlitla hvíta marmaraplötu, sem þessi orð stóðu á: »Mín
ástkæra, fórnfúsa eiginkona og móðir barna minna« o. s. frv.
Eg varð að flytja vafningsviðinn til hliðar til þess að geta
séð það, sem á töflunni var.
Þetta varð mér umhugsunarefni. Hvað það er algengt
að svipað gerist; engu er jafn auðvelt að gleyma eins og
manneskjunum, af því að æfinlega er einhver þess albúinn
að koma í stað þess framliðna, og þeir eru fáir, sem hugsa
sér, að sú, sem svo mikið gerði fyrir þá einu sinni, sitji
oft á leiði sínu, eftir að hún er vöknuð í andriheiminum,
og sjái það, að þeir, sem hún lagði sig i sölurnar fyrir í
jarðneska lifinu, hafi nú gleymt henni.
Eg spurði, hvort hún hefði heimsótt mann sinn og
börn sín á heimilum þeírra, og hún játaði því.
Nú varð eg var við návist einhvers annars. Eg sneri
mér við og sá Mica greinilega. Hann sagðí: »Þú verður
að hjálpa þessari konu með því að fara til eins af sonum
hennar. Hann er í þann veginn að fremja glæp; eg get
ekki sagt, hver glæpurinn er; en móður hans grunar það,
og hún vill hjálpa honum, þó að hann hafi gleymt henni«.
Konuauminginn heyrði það, sem Mica sagði, fleygði sér
upp að brjóstinu á honum og mælti: »Þakka þér fyrir,
guðsþjónn — nú sé eg að guð hefir heyrt bænir mínar.
Já, láttu hann hjálpa Egon«. Vera í hvítum klæðum kom
nú að hlið hennar og leiddi hana burt. Mica var líka
horfinn, og eg átti sjálfur að komast að því, hvernig eg
ætti að geta hjálpað, og hvernig eg ætti að finna þenn-
an Egon.
Eg sneri mér til skrifstofu kirkjugarðsins og fékk þar
nokkura vitneskju. Eg leitaði lengur fyrir mér og fann
15*