Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 75
MORGUNN
201
Eg komst svo á fætur og fór að vinnu minni, en litlu
eftir að eg kom ofan í fiskhúsið, kemst eg að raun um,
að enginn veit, hvað orðið er af Keflavíkur-fiskinum —
hann er beinlínis horfinn með öllu. Þá er eins og smá-
lyftist loka frá einhverju innan í mér og mér finst eg
sjá fiskinn þar sem hann var, og mér finst eg sjá, að
verið er að flytja hann, og hvert hann er fluttur. Eftir
örlitla stund er þetta jafnljóst fyrir mér, eins og eg hefði
verið þarna viðstaddur. Eg geng þangað, sem mér finst
fiskurinn vera og bendi þeim á, að þarna sé fiskurinn í
þessum fiskhlaða, og eg finn alveg samskeytin, þar sem
tekur við annar fiskur. Þá rifjast alt upp fyrir þeim,
sem flutt höfðu fiskinn, og nú kannast þeir við alt sam-
an, og þegar farið var að bera saman, stóð það heima,
að á sama tíma og eg í óráðinu er að rífast út af Kefla-
víkur-fiskinum, þá er verið að flytja hann til og hlaða
öðrum fiski ofan á hann.
Mér fundust báðar þessar sögur svo merkilegar, að
eg fann ástæðu til að fá leyfi til þess að birta þær hér.
Viðvíkjandi fyrri sögunni er það að segja, að eg
hefi oft rekið mig á svona lagað, að manni er þrýst til
að fara þetta eða hitt undir einhverju yfirskini, eins og
Jóni er þrýst til að fara á fund, þó að tilgangurinn sé
alt annar en sá, að láta hann fara þangað. Eg er ekki í
nokkrum vafa um, að þetta eru áhrif frá æðri verum.
Það er æðra afl, sem þarna stendur á bak við, sem notar
öll möguleg meðul og tækifæri til þess að hafa áhrif á
okkur og láta okkur framkvæma það, sem þeir sjá, að
við getum gert, ef aðeins er hægt að nudda okkur úr
sporunum. En, eins og t. d. þarna, að fundur, sem Jón
ætlaði á, er notaður sem agn eða meðal til þess að koma
honum af stað — það finst mér auðskilið. Hann er heima
með hálfgerðum mótmælum samvizkunnar; hann er að
hugsa um fundinn við og við, fyrir því er hægast að snúa
þeirri hugsun við og láta hann engan frið hafa nema að