Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 81

Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 81
MORGUNN 207 jörðuð og þá auðvitað enginn af hinum, sem viðstaddir voru. Daginn eftir ætlar Pálína austur í Landeyjar, heim til sín að Álfhólum. Tengdamóðir hennar var stödd uppi á Vaðnesi í Grímsnesi og átti að taka hana þar. J. M., sem ætlaði að flytja Pálinu, bauð mér að koma með og þá eg það með ánægju. Er við hittum Sigríði gömlu, var henni sagt frá þessu um kveðjuna og veðrið. Varð hún þá enn meira undrandi en áður, því að hún sagði að veðrið, meðan líkið stóð uppi og er jarðarförin fór fram, hefði verið svo vont, að mikil tvísýna hefði verið á, að hægt myndi að koma henni í gröfina. Við gengum dálitla stund saman úti í Vaðnesi og vorum að ræða um þessi efni. Henni fórust orð eitthvað á þessa leið. „Það er ekki erfitt að bíða hér, þegar maður veit það, að maður er umkringdur af vinum, sem farnir eru yfir um. Þegar maður veit, að þeir muna eftir manni og bíða þess að fá tækifæri til að hjálpa, og svo síðast að taka á móti manni, er maður flytur að lokum til þeirra. Nú finst mér ekkert nema ylur og birta fram undan“. Þannig fórust henni orð, eftir að hún hafði fengið vissu um samband heimanna, sem henni hafði verið kent, og hún trúað að væru tveir aðskildir heimar, sem eiginlega ekkert hefðu saman að sælda, nema það, að guð væri guð þeirra beggja. Hvílík breyting getur orðið á viðhorfi manns við að fá þessa vissu. Það er undraverð bylting, sem getur farið fram á einu einasta kvöldi, er menn kynn- ast þessu og fá nýtt innsýni inn á land þeirra, sem horfnir eru, en sem við þá uppgötvum, að standa við hliðina á okkur og umvefja okkur blíðu og ástúð. Er við svo skildum, þar sem hún steig upp í ferjuna yfir í Landeyjar, ætlaði eg að kveðja hana með hlýju handtaki. Hún stóð nokkra stund og hélt í hönd mér, og það var sem hana vantaði eitthvað, svo að eg lýt niður og kyssi gömlu konuna; þá sleppir hún hendinni og leggur báðar hendur um háls mér, og var sem hún vildi ausa yf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.