Morgunn - 01.12.1933, Page 81
MORGUNN
207
jörðuð og þá auðvitað enginn af hinum, sem viðstaddir
voru.
Daginn eftir ætlar Pálína austur í Landeyjar, heim
til sín að Álfhólum. Tengdamóðir hennar var stödd uppi
á Vaðnesi í Grímsnesi og átti að taka hana þar. J. M.,
sem ætlaði að flytja Pálinu, bauð mér að koma með og
þá eg það með ánægju. Er við hittum Sigríði gömlu,
var henni sagt frá þessu um kveðjuna og veðrið. Varð
hún þá enn meira undrandi en áður, því að hún sagði að
veðrið, meðan líkið stóð uppi og er jarðarförin fór fram,
hefði verið svo vont, að mikil tvísýna hefði verið á, að
hægt myndi að koma henni í gröfina.
Við gengum dálitla stund saman úti í Vaðnesi og
vorum að ræða um þessi efni. Henni fórust orð eitthvað á
þessa leið. „Það er ekki erfitt að bíða hér, þegar maður
veit það, að maður er umkringdur af vinum, sem farnir
eru yfir um. Þegar maður veit, að þeir muna eftir manni
og bíða þess að fá tækifæri til að hjálpa, og svo síðast að
taka á móti manni, er maður flytur að lokum til þeirra.
Nú finst mér ekkert nema ylur og birta fram undan“.
Þannig fórust henni orð, eftir að hún hafði fengið
vissu um samband heimanna, sem henni hafði verið kent,
og hún trúað að væru tveir aðskildir heimar, sem eiginlega
ekkert hefðu saman að sælda, nema það, að guð væri guð
þeirra beggja. Hvílík breyting getur orðið á viðhorfi
manns við að fá þessa vissu. Það er undraverð bylting,
sem getur farið fram á einu einasta kvöldi, er menn kynn-
ast þessu og fá nýtt innsýni inn á land þeirra, sem horfnir
eru, en sem við þá uppgötvum, að standa við hliðina á
okkur og umvefja okkur blíðu og ástúð.
Er við svo skildum, þar sem hún steig upp í ferjuna
yfir í Landeyjar, ætlaði eg að kveðja hana með hlýju
handtaki. Hún stóð nokkra stund og hélt í hönd mér, og
það var sem hana vantaði eitthvað, svo að eg lýt niður og
kyssi gömlu konuna; þá sleppir hún hendinni og leggur
báðar hendur um háls mér, og var sem hún vildi ausa yf-