Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 61
MORGUNN
187
„Óneitanlega er árangur vísindanna mikilfengleg-
ur, sá er fengist hefir fyrir rannsókn náttúrunnar og upp-
fundningarnar. Möguleikar í náttúruöflunum, sem eng-
an hafði grunað, hafa þegar verið leiddir í ljós, og vér
eygjum glampandi útsýn enn stórfeldari sigurvinninga,
sem ef til vill kunna, áður en oss varir, að ríða að fullu
hinni vélrænu heimshugmynd vísindalegu efnishyggj-
unnar.
En sjáum vér ekki jafnframt nokkuð annað? Er ekki
eitthvað innan um alla þessa dýrð, sem hrópar til vor, að
vér skulum gæta að oss? Lítið upp! Það er hyldýpi fyrir
framan fæturna á ykkur! Eg held, að hver sjáandi maður
hljóti að sjá merki þess, að vér séum komnir hættulega
nærri slíkri gjá. Sjáið skugga veraldarófriðarins yfir sig-
urbraut vísindanna. Sjáið vísindin og hugvitssemi mann-
anna í þjónustu miljónamorðanna. Hugsið um þetta fyrir-
brigði út í æsar og lokið ekki augunum fyrir því, hvert
þetta stefnir. Haldi eyðingartækin áfram að taka fram-
förum, þá fylgja þeim þær óhemju verkanir, ef til nýs
veraldarófriðar kæmi, að á einum degi má gera að engu
ávexti siðmenningarinnar frá mörgum öldum. Hlæið ekki
að þeim möguleik eins og einhverri fjarstæðri vitleysu.
Hann hangir í sannleika yfir höfðum vorum eins og svart
þrumuský. Og mannkynssagan sýnir, að meðan menning
þjóðanna hefir virzt standa í fylstum blóma, hefir boð-
beri tortímingarinnar ávalt verið sá, að trúrækni og guðs-
ótti hefir staðnað og menn hafa mist sjónar á öllu öðru
en jarðneskri vellíðan. Vér höfum sannlega fengið til-
efni til þess að komast að raun um það, að þegar menn-
irnir færa sér ekki í nyt leiðarstein guðstrúarinnar, þá
býr með þeim — auk annara hnignunareiginleika — blóð-
þorsti villidýrsins og gi*æðgi gammsins“.
Langalmennastur og átakanlegastur kemur óttinn
við vísindin fram í hugsunum manna um þann þátt, er þau
muni eiga í næsta veraldarófriði. Fæstir virðast geta var-
ist þeirri hugsun, að hann sé í vændum, þó að margir, ef