Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 25
MORGUNN
151
ýmsar vitsmuna-syndir. Við þá eiga orðtækin „stirðleik-
ur“ hugsunarinnar, „útsýn takmörkuð af ofstæki“. Þeir
eru í stuttu máli bundnir við takmarkaðar hugsjónir. Á
fjórða stigi tilverunnar verða þeir að læra það, hvernig
þeir eiga að losna úr slíkri prísund, ef þeir eiga að taka
frekari framförum. Þetta á alveg eins við Búddista, Mú-
hamedstrúarmenn og alla aðra ofstækisfulla áhangend-
ur ýmsra trúarbragða eða vísindalegra hugmynda. Því að
vísindin stefna meira og meira að því hjá mörgum mönn-
um að verða að trúarbrögðum eða sérstakri útsýn yfir til-
veruna.
„Ef sálin á nú að komast af fjórða stiginu og yfir á
það fimta, þá verður hún að hrista af sér, fleygja frá sér
öllum kreddum, losa sig við alt sérstaklega jarðneskt
útsýni, sem hefir mótað hugarfarið, svo að sjónin hef.ú’
takmarkast, reynslan þar af leiðandi líka takmarkast, og
sálinni synjað um meðvitundina um veruleikann“.
Eg hefi sagt, að það séu þrjú fyrstu sviðin eftir and-
látið, sem eg ætli að segja frá. Eg ætla líka að láta við það
sitja. En til viðbótar því, sem nú hefir verið sagt um hóp-
sálina, skal eg geta þess, að Myers segir, að upp af 5. svið-
inu komist engin sál fyr en allar sálir í hennar hóp eru
komnar upp á það svið. Við því má þá búast, að flestir
menn eigi nokkuð langt í land með að komast hærra. Og
að hinu leytinu sýnir það, hve mikilvæg þau tengsli eru,
eftir kenningu Myers, sem binda þær sálir saman, er til-
heyra sama hópnum.
Þriðja sviðið.
Vér hverfum þá aftur að frásögnunum um sviðin eða
stigin, sem mannssálin verður að fara. Eftir skiftingu
Myers er jarðlífið fyrsta stigið, sem hann nefnir efnis-
sviðið. Þá er Hades annað sviðið, það svið sem við förum
inn á fyrst eftir andlátið. Um það hefi eg farið nokkur-
um orðum.
Þá er þriðja sviðið. Það hefir oft í ritum spíritista