Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Page 64

Morgunn - 01.12.1933, Page 64
190 M 0 R G U N N eng-um af hinum verulegu þörfum mannkynsins. Eg las nýlega bók, sem rakti sögu mannkynsins frá fæðingu sál- arlífsins til endaloka þess. Þar var sagt frá 15 eða 16 kyn- flokkum manna, sem komu hver eftir annan og liðu und- ir lok á tímabilum, sem mæld voru í tugum miljóna ára. Að lokum kom fram kynflokkur af mannverum, sem hafði náð fullu valdi á náttúrunni. Nýtt ríki myndaðist og borg- arar þess lifðu eins lengi og þeim þóknaðist; þeir höfðu nautnir og samúðarskilning, svo víðtækan, að ekki varð saman borið við oss; þeir sigldu milli hnattanna og gátu séð liðna tímann og ókomna tímann fyrir fram. En hvaða gagn höfðu þeir af þessu öllu saman? Hvað vissu þeir meira en vér vitum um svörin við þeim einföldu spurning- um, sem mennirnir hafa spurt um frá fyrstu dögum skyn- seminnar. — „Hvers vegna erum vér hér? Hver er til- gangur lífsins? Hvert erum vér að fara?“ Engar jarð- neskar framfarir, jafnvel þótt þær verði svo fullkomnar, að vér getum ekki gjört oss hugmynd um slíkt, og hvað mikið sem þær kunna að þenja út hæfileika mannanna, geta veitt sálum þeirra hughreysting. Það er þessi staðreynd, sem er dásamlegri en nokkuð það, er vísindin geta leitt í ljós, sem gefur beztu vonirnar um, að alt muni fara vel. Áform, sem fyrri kynslóðir hef- ir ekki dreymt um, munu gagntaka hugi næstu eftirkom- enda vorra; þægindi, störf, fegurð, nautnir munu flykkj- ast að þeim. En hjörtu þeira munu þjást, líf þeirra mun verða gróðurlaust, ef þeir koma ekki auga á neitt, sem er ofar jarðneskum efnum“. Eg hefi látið mér nægja að tilfæra ummæli annara manna. Örstuttar athugasemdir langar mig til að koma með frá eigin brjósti. Eg geri ráð fyrir, að allir, sem nokkuð hafa hugsað um málið, sjái það, að rétt sé athugað um hættuna, sem vér erum komnir í, mennirnir — að vélavaldið sé komið langt fram úr vizku mannanna, og að þó standi þroski göfugmenskunnar langt á baki vitsmununum, eins og Wins-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.