Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 7
MORGUNN
133
legu starfsemi. Sá vettvangur var í upphafi því nær sá
eini, er menn gætu mæzt á í hinu nýja landi. Lífsbaráttan
var hörð, þekkingin á innlendum efnum af skornum
skamti og nokkur tími leið þar til svo mikillar þekkingar
væri aflað, að menn gætu fengið áhuga á þeim. Fyrst
íraman af var litið með lítilsvirðingu til þessa ókunna
þjóðflokks norðan úr höfum og með þeirri óvild, sem jafn-
an er vanþekkingunni samfara. Islendingum var því eðli-
legt að standa saman í hnapp og veita hverir öðrum nokk-
urn stuðning — siðferðilegan stuðning, ef ekki var öðru
til að dreifa. Og kjarni alls samstarfs varð kirkjan, eins
og að sjálfsögðu. Ýmsir ágætir foringjar risu upp í þessu
kirkjulega starfi, sem þjóðflokknum varð lítt metanleg-
ur hagur af. Menn fundu einnig svo áþreifanlega til þess,
að kirkjan var þeim að gagni, að eg hygg ekki að nokkurri
stofnun á Islandi hafi nokkuru sinni verið þjónað með eins
góðfúsum og sjálfsfórnandi anda eins og kirkju Islend-
inga í Vesturheimi hefir verið. Engin lagaleg bönd hvíldu
á mönnum í þessum efnum, en menn lögðu fúsir fram fé
til kirkjubygginga, til að senda menn til guðfræðináms
og til þess að halda uppi söfnuðum með margháttaðri
starfsemi.
En jafnframt því, sem orð hefir farið af því, hve mik-
ill þáttur kirkjan hafi verið í félagslífi Vestur-Islendinga,
þá hefir ekki minna orð farið af því, að mikill styr hafi
s'taðið um kirkjumál þeirra. Sá orðrómur hefir ekki ófyr-
irsynju komist á, en þessi staðreynd hefir alls ekki verið
eins óheillavænleg eins og ýmsir hafa haft tilhneigingu
til þess að ímynda sér. Deilur manna um það, sem þeim
er alvörumál, er ekki að sjálfsögðu til óheilla eða skemda.
Séu menn alvarlega sannfærðir um, að þeir eigi erindi
með boðskap til þjóðar sinnar og þá jafnframt sannfærð-
ir um, að aðrir menn séu með skaðskemdar-boðskap, þá
er það ekki vottur um stórmensku að láta hvorugt uppi.
Hitt er það, að menn eru misjafnlega lagnir á að flytja
mál sín, án þess að fara út í óhollan ofsa. En um kirkjumál