Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 66
192
M OR GUNN
urt skýjarof í þeim ógurlega sorta, sem mörgum virðist
framundan, og áreiðanlega er líka verulegur? Eg er
að mínu leiti sannfærður um að svo er. Horfur mann-
kynsins eru nú með afbrigðum alvarlegar og ískyggileg-
ar. En sennilega hefir aldrei í sögu mannanna jafnmilcill
hluti þeirra verið ráðinn í því að heyja baráttu gegn tor-
tímingaröflunum. Það væri afskaplega mikið efni í er-
indi — eða öllu heldur í bækur — að gera grein fyrir
þeirri hlið málsins. Eg get ekki gert það sem viðbót við
meginmál þess, sem mig langaði til að segja í kvöld.
Illar viðtökur.
Fyrsta hefti af 1. bindi af Vestfirzkum söcjnum er
komið út. Helgi Guðmundsson hefir safnað, en Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar gefur út. Safnið fer vel af stað, og
er enn ein sönnun þess, hver ógrynni eru alt af til manna
á milli af alls konar sögum. í þessu hefti er m. a. sagt frá
reimleika á Auðkúlu í Arnarfirði, sem gerðist veturinn
1887—88 — mikil högg í baðstoíuþil, og stundum eftir endi-
löngum baðstofumæninum. Fyrirbrigðin voru nauðalík
þeim, er gerðust í Hydesville hjá Foxsystrunum og urðu
upphafið að alheimshreyfingu spíritismans. En á Auðkúlu
var öðruvísi tekið á móti gestunum en í Hydesville. Svo er frá
sagt: „Loksins var það ráð tekið, að fara með kröftuga
galdraþulu fyrir framan þilið. Hún var í kveri litlu, sem
gömul kona á heimilinu átti. í þulunni var þeim, sem talað
var til, stefnt niður í díkið og bundinn þar í kvölunum. Við
þetta létti af reimleikanum, og þegar komið var fram yfir
hátíðir, var hann með öllu horfinn, og varð aldrei vart við
hann framar“.
Vonandi gerast ekki slíkar viðtökur framar hér á
landi, þó að meinlausa gesti frá öðrum heimi beri að garði
og þeir reyni að gera vart við sig.