Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 24
150
M0R6UNN
mót og halda því afar lengi. Þegar eg tala um ,,mót“ í
þessu sambandi á ég við sérstakt andlegt útsýni. Til dæm-
is að taka getur ofstækisfullur Búddisti eða mjög guð-
hræddur kristinn maður setið fastur í skorðum sinna jarð-
nesku trúarbragða. Því að hinar sálirnar, sem hann er í
samfélagi við, eru ef til vill líka fastar í hlekkjum þess-
ara sérstöku hugmynda. Svo að þar kann hann að sitja og
taka engum framförum í hugsana eða endurminninga
veröld, sem full er af draumum kristinna manna eða
Búddista. Hann situr fastur eins og í þreyfihorni kol-
krabba. Þessi kolkrabbi er hin jarðneska hugmynd
kristna mannsins eða Búddistans um framhaldslífið,
þeirra útsýn yfir alheiminn, eins og hún myndaðist á
jörðinni.
,,Þér munuð skilja það, að slíkt ástand stefnir að því
að tefja fyrir framíörum. Því að það er sama sem — svo
að eg noti aðra samlíkingu — að dveljast í vitsmunalegu
hýði, lifa í jarðneskum hugmyndum liðins tíma. Og það
er nauðsynlegt að sálin komist á ferðalagi sínu í það á-
stand, að hún geti metið þær hugmyndir, en ekki látið
þær drotna yfir sér, eða látið fangelsa sig af takmörk-
unum þeirra.
„Þessar fylgjur jarðnesks átrúnaðar ná ekki í anda-
manninn. Hinir miklu meistarar lenda ekki í þeim snör-
um. Kristur, sonur guðs, fór inn í Hades, en hann dvaldist
ekki á neinum öðrum tilverustigunum. Kristur fékk inn-
blástur sinn beint frá guði og var ekki í sambandi við
neina hóp-sál. Hann fór úr Hades inn í æðsta ástandið.
Hann var í sínu jarðneska lífi tengdur við guðdóminn. En
sérhver kristinn maður, sem er fæddur á jörðinni, er
innblásinn af einhverjum anda, sem er orðinn að einstak-
lingi. Þegar eg tala um anda, sem er orðinn að einstak-
lingi, þá á eg við það, að hann sé hugsun guðs; svo að
hann er ekki guð, ekki uppspretta alls lífs.
„Það eru til margir ofstækisfullir krisnir menn, sem
reyndar hafa lifað ráðvöndu lífi á jörðunni, en drýgt