Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 4

Morgunn - 01.12.1953, Page 4
82 MORGUNN Árin og eilífðin. Frá Finnlandi. indum lífsins. Þær bækur, sem einkum hafa auðgað mig í þessum skilningi, eru auk þeirra, sem ég hef áður nefnt um dulræn efni, ræður próf. Haralds Níelssonar, Árin og eilífðin. Ég les oftar í þeim bókum en nokkurum öðrum og þær skipa öndvegið í vitund minni. Þær eiga alltaf sína huggun, sinn frið, sitt lífsmagn til handa mér.“ Þær fréttir berast frá Finnlandi, að þar gæti sívaxandi áhuga fyrir spíritismanum. Lengi var þar aðeins eitt spíritistafélag starfandi. Var það fyrir finnsku-mælandi Finna. En nú hefur annað félag verið stofnað þar fyrir Finna, sem mæla á sænska tungu. Rithöfundurinn frú Helmi Kron hefur unnið mikið fyrir málið þar í landi. Um 1890 var komin tals- verð spíritistísk hreyfing í Finnlandi, og meðal miðlanna var læknisfrúin Sigrid Mattsson. Þegar hæfileikar hennar vöknuðu, sagði andastjómandi hennar, að nú yrði að nota tímann vel, því að eftir þrjú ár myndu sáh'ænu hæfileik- arnir hverfa frá henni aftur. Svo reyndist. Læknisfrúin er enn á lífi og á síðari tímum hefur miðilshæfileika orðið vart hjá henni aftur. Vitað er með vissu, að margir forsetar Bandaríkja- manna, og engan veginn þeir, sem minnst er um vert, hafa haft áhuga fyrir sálrænum efnum. George Washing- ton var sjálfur gæddur dulskyggni- og dulheyrnargáfu. Abraham Lincoln hélt í forsetabústaðnum, „Hvíta húsinu“, merki- lega fundi með miðlinum ungfrú Nettie Colburn. Woodrow Wilson notaði miðilshjálp, og svo gerði D. Roosevelt einnig. Um allmargra ára skeið hefur frú Eisenhower haft sam- band við miðilinn frú Dixon, sem hefur þrásinnis sagt henni fyrir ókomna atburði, sem sögulega þýðingu höfðu. Frú Dixon hefur síðan haldið fundi fyrir forsetahjónin í heimili þeirra. Frá þessu segir enska vikublaðið Psychic News. Um langt skeið hafði Brezka Sálarrannsóknafélagið for- Spíritismi í Hvíta húsinu.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.