Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 10
88
MORGUNN
flestum spíritistum þykja æði barnaleg. Kaj Jensen, stift-
prófastur, víkur loks að því, að trú vor á líf fyrir mann-
inn eftir dauðann sé óleysanlega bundin fagnaðarboðskapn-
um um upprisu Krists. Hann minnir á orð Páls: „En ef
ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur
,T . . , upprisinn." Hann minnir á, að vitnis-
Uppnsa Krists , v, , , . , . -
burður postulanna se borxnn uppi af
og upprisa vor. .... . * , . , .
r trunm a upprisuna og að saga kirkj-
unnar sé einn samfelldur vitnisburður um, að það sé
»>byggð á bak við heljar strauma“. Stiftsprófasturinn þorir
að varpa fram spurningum: „Hve mikið þorum við þá að
segja um lífið eftir dauðann? Hvar eru hinir framliðnu?"
Hann leitast við að svara þessu með heilaga Ritningu eina
fyrir augum. Hann bendir á, að ólíkar hugmyndir í sjálfu
Nýja testamentinu rekist hver á aðra. Stundum sé talað
um grafarsvefn, stundum um líf þegar eftir líkamsdauð-
ann. En ekki verður sagt, að mikið sé á niðurstöðum hans
að græða. Próf. dr. phil. Boysen Jensen er annar þeirra,
sem þarna rita, og er ekki guðfi’æðingur. Hann aðhyllist
trú á ódauðleika mannssálarinnar, en harðneitar upprisu
holdsins, en honum er ljóst, að þar talar hann sem krist-
inn trúmaður, en ekki lífeðlisfræðingur.
Hann segir, að spíritistunum hafi ekki
tekizt enn að koma fram með fullgildar
sannanir fyrir framhaldslífi mannsins, en þá staðhæfingu
sína rökstyður hann ekki. Hann andmælir þeirri kenning
Páls postula, að dauðinn sé laun syndarinnar, því að dauð-
inn sé nauðsynlegur liður í þróun lífsins frá lægra lífs-
formi til æðra. Hann heldur því fram, að hið mannlega
og tímabundna í kristindóminum verði að hverfa, til þess
að hin eilífu sannindi hans fái notið sín betur. Próf. dr.
theol. Lindhardt, sem þessum umræðum í Danmörku hef-
ur valdið, á eitt erindið í bókinni, sem hér er verið að
segja frá, og hann skrifar: „Ódauðleikatrúin er heiðin
trú, og trúin á endurfundi fyrir handan gröf og dauða er
ekkert annað en fróm ímyndun.“ Prófessorinn er kennari
Sálin lifir,
líkaminn deyr.