Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 11

Morgunn - 01.12.1953, Side 11
MORGUNN 89 Páll postuli ekki sammála guðfræðingnum. í guðfræði. Hann veit, að vottarnir í frumkristninni voru sannfærðir um, að þeir hefðu séð Krist upprisinn og að englar hefðu vitrazt þeim, en hann gefur nútímamanninum þá ráðleggingu, að fari hann að sjá slíkar sýnir, eigi hann óðara að leita til taugalæknis. Hvað hefði Páll postuli gert? Mundi hann ekki hafa svar- að hinum lærða guðfræðingi: Ég hef séð Krist. Englar hafa vitrazt mér, veitt mér dásamlega handleiðslu. Geymdu ráðleggingar þínar, unz þú hefur fengið reynslu mína. Og öll frumkristnin mundi hafa svarað á sama veg. Svo langt geta menn villzt frá uppsprettum þess, sem þeir þykjast vera að boða. Þá á frjálslyndi guðfræðingurinn próf. Mos- bech, sem lýlega er látinn og mörgum íslendingum er að góðu kunnur, ritgerð í safni þessu. Mál hans er að venju ljóst og skýrt. Hann andmælir trúnni á upprisu holdsins, og talar af skilningi um trú margra mót- mælenda á þróun eftir dauðann, og sýnir fram á, hve mörg ummæli Nýja testamentis- ins geri að staðleysu kenninguna um grafarsvefninn, og hann telur skynsamlegt að hugsa sér lífið eftir dauðann sem einhvers konar framhald jarðlífsins. Þessara dönsku umræðna og þessarar bókar getur MORGUNN ekki vegna þess, að hér sé sérlega merkilegt mál á ferðinni, en gerir hins vegar ráð fyrir að lesendum þyki fróðlegt að vita, hvernig er um þessi mál verið að ræða hjá frændþjóðinni við Eyrarsund. Þróun eftir dauðann.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.