Morgunn - 01.12.1953, Síða 21
MORGUNN
99
„Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu
mér.“ 1 þeirri raun varð séra Kristinn enn sakir sálar-
göfgi sinnar og karimennsku undrunarefni öllum þeim,
sem sáu hann. Og með þessari skíru sálarsjón, borinn uppi
af hinni björtu spíritistísku sannfœringu og kristilegu trú,
bar hann síðustu mánuðina miklar og erfiðar þrautir, unz
yfir lauk.
I heimilislífinu var hann gæfumaður. Skömmu eftir að
hann var orðinn prestur á Söndum gekk hann að eiga
ástmey sína, Idu Halldórsdóttur, yfirkennara Friðriksson-
ar, eina friðustu og bezt menntuðu stúlku Reykjavíkur
á þeirri tíð. Frú Ida var göfug kona og hjónabandið af-
burða farsælt. Hún andaðist árið 1909 og sem ekkjumaður
beið elskhugi hennar endurfundanna í 44 ár. Þau eign-
uðust 6 böm. Dóttur misstu þau unga, Sigríði. Magnús
missti hann, nýorðinn stúdent, og Daníel bókhaldara missti
hann fyrir 3 árum. Á lífi hér í heimi eru synir tveir,
þeir iæknarnir Halldór og Knútur, en Sigríður dóttir hans
er gift kona og búsett í Kaupmannahöfn. Hvað eftir annað
hefur hún komið hingað heim til að gleðja föður sinn,
og er nú komin enn til að fylgja líki hans til grafar. 1
stað einkadótturinnar, sem örlögin báru til annars lands,
eignaðist hann aðra dóttur, tengdadótturina, sem hann
hefur lengst verið samvistum við, frú Áslaugu Guðmunds-
dóttur Böðvarssonar, sem hefur reynzt séra Kristni þannig,
að allir kunnugir hljóta að elska og virða þá konu. Ég
sat við andlátsbeð hans, meðan hann hafði enn rænu og
var að neyta síðustu kraftanna til að tala og kveðja, og
kveðjuorð hans til tengdadótturinnar myndum vér öll
kjósa oss að eiga af vörum deyjandi ástvinar. Hann talaði
um heimkomuna, um fögnuðinn yfir umskiptunum, og það
var síðast eins og allt jarðneskt væri horfið honum annað
en þessi kona, sem dæmafáan kærleik hafði gefið honum.
Og þegar ég heyrði þessi kveðjuoi'ð deyja út á vörum
hans, komu mér orð postulans í hug: „Þótt ég talaði
tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég
L